Innlent

Sárafá skip á sjó vegna brælu

Sárafá fiskiskip eru á sjó við landið enda bræla á flestum miðum. Mörg skipanna, sem eru úti, eru í vari eða halda sjó, og eru því ekki að veiðum. Ekki er vitað til að nein áföll hafi orðið vegna veðursins.

Annars spáir Veðurstofan stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu og hvössum vindhviðum við fjöll fram eftir morgni, við Breiðafjörð, á Vestfjröðum, ströndum og Miðhálendinu og mikilli úrkomu suðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×