Á sex hjólum á Suðurpól 26. janúar 2011 14:45 Aron Reynisson, Gísli Jónsson og Guðmundur Guðjónsson frá Arctic Trucks fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Arctic Trucks hefur farið æ meira út í meiri háttar breytingar á bílum. Nýjasta afurðin er sex hjóla Hilux sérsmíðaður til notkunar á pólsvæðunum. Tveir slíkir voru fluttir til Suðurskautslandsins í lok nóvember. Gísli Jónsson er nýkominn heim frá pólnum. „Við smíðuðum tvo sex hjóla bíla og tvo fjögurra hjóla fyrir fyrirtæki sem heitir Extreme World Races. Það stendur fyrir ýmis konar ofurkeppnum og fór ein þeirra fram í lok nóvember," segir Gísli sem hélt utan 25. nóvember. „Þetta var gönguskíðakeppni milli þýsks og austurrísks liðs og voru í liðunum frægir menn á borð við austurríska skíðagarpinn Hermann Maier og þýska sjónvarpsmanninn Marcus Lanz," útskýrir Gísli en úrslitin má hann ekki ræða enda verið að búa til sjónvarpsþætti um keppnina. "Við Íslendingarnir sáum um leiðavalið og undirbúningsvinnu við bíla og farartæki og fylgdum keppendum eftir á vel útbúnum bílunum," segir Gísli sem sneri heim þann 15. janúar. Að sögn Gísla eru Arctic Trucks að fara æ meira út í meiri háttar breytingar og smíði á bílum. "Þessir sex hjóla bílar eru í raun að stærstum hluta Arctic Trucks-bílar byggðir á grunni Toyotu Hilux," útskýrir hann en bílarnir eru sérhannaðir til notkunar á pólsvæðunum. "Sexhjólabíllinn gefur okkur meiri burð sem er mjög mikilvægur eiginleiki á pólnum. Vegalengdirnar eru gríðarlegar og mikið eldsneyti og farangur sem þarf að flytja," segir Gísli. Eiginþyngd bílanna er 2,6 tonn en hægt er að lesta þá í kringum 3 til 3,5 tonn. Bílarnir frá Arctic Trucks hafa vakið mikla athygli enda bjóða þeir upp á lausnir sem ekki hafa þekkst áður. "Við fórum yfir hásléttu Suðurskautslandsins frá Novo, á pólinn, og til baka, alls 5.000 km, á tíu dögum. Meðaleyðsla á eldsneyti var 45 lítrar á hundraðið sem er nánast óþekkt á þessu svæði enda eyða snjóbílar um 250 til 500 lítrum á hundraðið," segir Gísli og bendir á að bílarnir séu þannig mun umhverfisvænni kostur en önnur farartæki. Bílarnir fjórir verða áfram á Suðurskautslandinu. en þeir eru nú eigu rússnesks fyrirtækis, ALCI, sem sér um flug frá Höfðaborg til Novo . "Við sjáum hins vegar um allt viðhald á bílunum og sköffum bílstjóra," segir Gísli en aðeins er hægt að vera með svona starfsemi á Suðurskautslandinu í þrjá mánuði á ári, frá nóvember og fram í janúar. "Hina mánuðina er allt of kalt." Hann segir augu manna að opnast fyrir kostum bílanna frá Arctic Trucks. "Suðurskautsheimurinn er lítill og öruggt að allir sem koma að honum vita af okkur," segir hann. Fjórir til sex bílar eru í farvatninu og verða fluttir á pólinn á næsta og þarnæsta ári og því nóg um að vera hjá Arctic Trucks á næstunni. solveig@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Arctic Trucks hefur farið æ meira út í meiri háttar breytingar á bílum. Nýjasta afurðin er sex hjóla Hilux sérsmíðaður til notkunar á pólsvæðunum. Tveir slíkir voru fluttir til Suðurskautslandsins í lok nóvember. Gísli Jónsson er nýkominn heim frá pólnum. „Við smíðuðum tvo sex hjóla bíla og tvo fjögurra hjóla fyrir fyrirtæki sem heitir Extreme World Races. Það stendur fyrir ýmis konar ofurkeppnum og fór ein þeirra fram í lok nóvember," segir Gísli sem hélt utan 25. nóvember. „Þetta var gönguskíðakeppni milli þýsks og austurrísks liðs og voru í liðunum frægir menn á borð við austurríska skíðagarpinn Hermann Maier og þýska sjónvarpsmanninn Marcus Lanz," útskýrir Gísli en úrslitin má hann ekki ræða enda verið að búa til sjónvarpsþætti um keppnina. "Við Íslendingarnir sáum um leiðavalið og undirbúningsvinnu við bíla og farartæki og fylgdum keppendum eftir á vel útbúnum bílunum," segir Gísli sem sneri heim þann 15. janúar. Að sögn Gísla eru Arctic Trucks að fara æ meira út í meiri háttar breytingar og smíði á bílum. "Þessir sex hjóla bílar eru í raun að stærstum hluta Arctic Trucks-bílar byggðir á grunni Toyotu Hilux," útskýrir hann en bílarnir eru sérhannaðir til notkunar á pólsvæðunum. "Sexhjólabíllinn gefur okkur meiri burð sem er mjög mikilvægur eiginleiki á pólnum. Vegalengdirnar eru gríðarlegar og mikið eldsneyti og farangur sem þarf að flytja," segir Gísli. Eiginþyngd bílanna er 2,6 tonn en hægt er að lesta þá í kringum 3 til 3,5 tonn. Bílarnir frá Arctic Trucks hafa vakið mikla athygli enda bjóða þeir upp á lausnir sem ekki hafa þekkst áður. "Við fórum yfir hásléttu Suðurskautslandsins frá Novo, á pólinn, og til baka, alls 5.000 km, á tíu dögum. Meðaleyðsla á eldsneyti var 45 lítrar á hundraðið sem er nánast óþekkt á þessu svæði enda eyða snjóbílar um 250 til 500 lítrum á hundraðið," segir Gísli og bendir á að bílarnir séu þannig mun umhverfisvænni kostur en önnur farartæki. Bílarnir fjórir verða áfram á Suðurskautslandinu. en þeir eru nú eigu rússnesks fyrirtækis, ALCI, sem sér um flug frá Höfðaborg til Novo . "Við sjáum hins vegar um allt viðhald á bílunum og sköffum bílstjóra," segir Gísli en aðeins er hægt að vera með svona starfsemi á Suðurskautslandinu í þrjá mánuði á ári, frá nóvember og fram í janúar. "Hina mánuðina er allt of kalt." Hann segir augu manna að opnast fyrir kostum bílanna frá Arctic Trucks. "Suðurskautsheimurinn er lítill og öruggt að allir sem koma að honum vita af okkur," segir hann. Fjórir til sex bílar eru í farvatninu og verða fluttir á pólinn á næsta og þarnæsta ári og því nóg um að vera hjá Arctic Trucks á næstunni. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira