Íslenski boltinn

Garðar Örn snýr aftur í Pepsi-deildina á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson. Mynd/Vilhelm
Garðar Örn Hinriksson dæmir leik Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla á morgun og snýr því aftur í úrvalsdeild karla eftir rúmlega tveggja ára fjarveru.

Garðar Örn lagði flautuna á hillluna eftir tímabilið 2009 en hann missti þá milliríkjadómararéttindi sín. Hann byrjaði að dæma aftur í sumar og hefur síðan verið að dæma í neðri deildunum og Pepsi-deild kvenna.

Garðar Örn var litríkur dómari og alltaf óhræddur að lyfta gulum og rauðum spjöldum. Hann dæmdi síðast í úrvalsdeild karla 6. ágúst 2009 þegar Breiðablik vann 1-0 sigur á Fylki.

Það verður ánægjulegt að sjá Rauða baróninn snúa aftur í Pepsi-deildina í Grindavík á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×