Þjóðaratkvæði um þjóðkirkjuna 6. júní 2011 10:15 Stjórnlagaráðsfulltrúarnir Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason. Mynd/GVA „Það var niðurstaða okkar að stefna þangað strax," segir Illugi Jökulsson, fulltrúi í stjórnlagaráði. Sú nefnd stjórnlagaráðs sem meðal annars fjallar um trúmál hefur lagt til að þjóðin fái að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hin evangelísk lúterska kirkja verði áfram þjóðkirkja á Íslandi. Rætt var við Illuga og Þórhildi Þorleifsdóttur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Illugi sagði nefndina hafa fjallað um hvort þjóðkirkjan ætti að hafa stjórnarskrárstuðning umfram önnur trúfélög. „Við töluðum heilmikið um þetta í nefndinni og okkar niðurstaða var sú að það væri í raun og veru sama hvað við gerðum, hvort við settum inn að hún ætti að vera eða fara, þá yrðu umræður og þetta myndi enda með þjóðaratkvæðagreiðslu."Frá fundi stjórnlagaráðs. „Þeir sem hafa skoðanir á þjóðkirkjunni hafa yfirleitt mjög sterkar skoðanir á henni. Ég held að mörgum sé kannski nokk sama en þeir sem hafa skoðanir hafa mjög sterkar skoðanir til eða frá hvort hún eigi að vera,“ segir Illugi. Mynd/GVAStjórnlagaráð vinnur að því að þjóðaratkvæðagreiðslur geti farið fram í auknum mæli. Illugi sagði að þá yrðu málefni þjóðkirkjunnar hugsanlega eitt af fyrstu málunum sem færu í þjóðaratkvæði. Af þeim sökum væri réttast að stefna þangað strax. Þá sagði Illugi: „Það er best að taka það fram að það þarf ekkert endilega að þýða að þjóðkirkjan verði lögð niður og skilið verði á milli ríkis og kirkju. Það þýðir að ekki verður lengur minnst á hana í stjórnarskránni og þá er það löggjafans að halda áfram utan um þau mál." Illugi sagði afskaplega mikilvægt að afgreiða málefni þjóðkirkjunnar í eins mikilli sátt og hægt væri. Um viðkvæmt málefni væri að ræða. „Þetta er mál sem skiptir fullt af fólki miklu máli. Hvort sem menn hafa sterkar trúarskoðanir eða sterkar trúleysisskoðanir þá er því fólki djúp alvara og það ber að bera virðingu fyrir skoðunum beggja og við ætlum að reyna eins og við getum að afgreiða þetta í eins mikilli sátt og hægt er." Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
„Það var niðurstaða okkar að stefna þangað strax," segir Illugi Jökulsson, fulltrúi í stjórnlagaráði. Sú nefnd stjórnlagaráðs sem meðal annars fjallar um trúmál hefur lagt til að þjóðin fái að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hin evangelísk lúterska kirkja verði áfram þjóðkirkja á Íslandi. Rætt var við Illuga og Þórhildi Þorleifsdóttur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Illugi sagði nefndina hafa fjallað um hvort þjóðkirkjan ætti að hafa stjórnarskrárstuðning umfram önnur trúfélög. „Við töluðum heilmikið um þetta í nefndinni og okkar niðurstaða var sú að það væri í raun og veru sama hvað við gerðum, hvort við settum inn að hún ætti að vera eða fara, þá yrðu umræður og þetta myndi enda með þjóðaratkvæðagreiðslu."Frá fundi stjórnlagaráðs. „Þeir sem hafa skoðanir á þjóðkirkjunni hafa yfirleitt mjög sterkar skoðanir á henni. Ég held að mörgum sé kannski nokk sama en þeir sem hafa skoðanir hafa mjög sterkar skoðanir til eða frá hvort hún eigi að vera,“ segir Illugi. Mynd/GVAStjórnlagaráð vinnur að því að þjóðaratkvæðagreiðslur geti farið fram í auknum mæli. Illugi sagði að þá yrðu málefni þjóðkirkjunnar hugsanlega eitt af fyrstu málunum sem færu í þjóðaratkvæði. Af þeim sökum væri réttast að stefna þangað strax. Þá sagði Illugi: „Það er best að taka það fram að það þarf ekkert endilega að þýða að þjóðkirkjan verði lögð niður og skilið verði á milli ríkis og kirkju. Það þýðir að ekki verður lengur minnst á hana í stjórnarskránni og þá er það löggjafans að halda áfram utan um þau mál." Illugi sagði afskaplega mikilvægt að afgreiða málefni þjóðkirkjunnar í eins mikilli sátt og hægt væri. Um viðkvæmt málefni væri að ræða. „Þetta er mál sem skiptir fullt af fólki miklu máli. Hvort sem menn hafa sterkar trúarskoðanir eða sterkar trúleysisskoðanir þá er því fólki djúp alvara og það ber að bera virðingu fyrir skoðunum beggja og við ætlum að reyna eins og við getum að afgreiða þetta í eins mikilli sátt og hægt er."
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira