Nákvæmara próf gegn blöðruhálskrabbameini 2. mars 2011 12:47 Vísindamenn í háskólanum í Surrey í Bretlandi hafa þróað próf sem finna á krabbamein í blöðruhálskirtli með þvagsýni. Prófið er sagt vera mun nákvæmara en önnur próf og er áætlað að aðferðin verði að fullu þróuð haustið 2012. Á hverju ári greinast yfir 36 þúsund breskra karlmanna með blöðruhálskrabbamein. Karlmaður er greindur með sérstakri PSA-blóðprufu en hún hefur ekki verið talin nægilega áreiðanleg. Miklir möguleikar eru því í nýja prófinu, en það er sagt vera tvisvar sinnum áreiðanlegra en gamla PSA-prófið. Prófið, sem á að vera jafn einfalt og þungunarpróf, á að hjálpa karlmönnum að leita sér læknishjálpar án kvalafullra blóðprufa og vandræðalegra skoðana. Menn myndu pissa á prófið og fá niðurstöðurnar á innan við fimm mínútum. Rannsókn var gerð á 288 sjúklingum þar sem efnið EN2 var kannað í þvagi. Í kjölfarið fundust nokkur tilfelli blöðruhálskrabbameins í mönnum sem áttu ekki að kenna sér meins og segir einn rannsakenda, prófessor Hardev Pandha, að ef EN2 finnst í þvagi, þá geti menn verið nokkuð vissir um að um sé að ræða blöðruhálskrabbamein. John Neate, framkvæmdastjóri Prostate Cancer Charity fagnar niðurstöðunni en segir að fólk þurfi að gera sér grein fyrir að nýja prófið sé ekki fullkomið, það þurfi að gera stærri rannsóknir til að staðfesta að prófið virki. Áætlaðar eru stærri rannsóknir í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar sjá rannsakendur fyrir sér að EN2-þvagprufan verði notuð samfara PSA-blóðprufunni. Einnig eru rannsóknarmenn að kanna hvort magn EN2 í þvagi geti sagt til um alvarleika meinsins og þannig séð hvort tafarlausrar meðferðar sé þörf. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Vísindamenn í háskólanum í Surrey í Bretlandi hafa þróað próf sem finna á krabbamein í blöðruhálskirtli með þvagsýni. Prófið er sagt vera mun nákvæmara en önnur próf og er áætlað að aðferðin verði að fullu þróuð haustið 2012. Á hverju ári greinast yfir 36 þúsund breskra karlmanna með blöðruhálskrabbamein. Karlmaður er greindur með sérstakri PSA-blóðprufu en hún hefur ekki verið talin nægilega áreiðanleg. Miklir möguleikar eru því í nýja prófinu, en það er sagt vera tvisvar sinnum áreiðanlegra en gamla PSA-prófið. Prófið, sem á að vera jafn einfalt og þungunarpróf, á að hjálpa karlmönnum að leita sér læknishjálpar án kvalafullra blóðprufa og vandræðalegra skoðana. Menn myndu pissa á prófið og fá niðurstöðurnar á innan við fimm mínútum. Rannsókn var gerð á 288 sjúklingum þar sem efnið EN2 var kannað í þvagi. Í kjölfarið fundust nokkur tilfelli blöðruhálskrabbameins í mönnum sem áttu ekki að kenna sér meins og segir einn rannsakenda, prófessor Hardev Pandha, að ef EN2 finnst í þvagi, þá geti menn verið nokkuð vissir um að um sé að ræða blöðruhálskrabbamein. John Neate, framkvæmdastjóri Prostate Cancer Charity fagnar niðurstöðunni en segir að fólk þurfi að gera sér grein fyrir að nýja prófið sé ekki fullkomið, það þurfi að gera stærri rannsóknir til að staðfesta að prófið virki. Áætlaðar eru stærri rannsóknir í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar sjá rannsakendur fyrir sér að EN2-þvagprufan verði notuð samfara PSA-blóðprufunni. Einnig eru rannsóknarmenn að kanna hvort magn EN2 í þvagi geti sagt til um alvarleika meinsins og þannig séð hvort tafarlausrar meðferðar sé þörf.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira