Íslenski boltinn

Fótbolti.net: Leikmaður Fram réðst á leikmann Vals á skemmtistað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolta.net, skrifar í dag pistil inn á síðuna um lætin í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum á föstudaginn þar sem Sigurhjörtur Snorrason, lítt reyndur dómari, þurfti að lyfta sjö rauðum spjöldum áður en yfir lauk.

Hafliði segir meðal annars frá atviki í aðdraganda leiksins sem að hans mati á sinn þátt í því að upp úr sauð í Egilshöllinni á föstudagskvöldið en leikurinn var í beinni á SportTV og náðist því allur upp á myndband.

Hans Steinar Bjarnason fjallaði um málið í fréttum Stöðvar tvö á laugardagskvöldið og má sjá fréttina hér fyrir ofan.

Hafliði skrifar hinsvegar um forsögu leiksins í pistli sínum:

„Það eru ekki nema örfáar vikur síðan leikmaður Fram réðist á leikmann Vals á skemmtistað í borginni með þeim afleiðingum að Valsmaðurinn slasaðist í andliti og varð að leita á slysadeild.

Málið var leyst þeirra á milli með skaðabótagreiðslu í stað kæru en þetta mál er á allra vörum og ljóst að dómari leiksins og fleiri vissu af því fyrir leik. Leikmennirnir voru svo báðir í byrjunarliðum sinna liða á föstudagskvöldið þegar leikurinn hófst þó svo annar þeirra, þolandinn, hafi fengið að fara snemma í bað," segir Hafliði í pistli sínum en hann má lesa allan hér.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×