Jarðeðlisfræðingur: Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt Símon Birgisson skrifar 27. febrúar 2011 18:42 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira