Jarðeðlisfræðingur: Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt Símon Birgisson skrifar 27. febrúar 2011 18:42 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira