Íslenski boltinn

Ólafur Örn samdi við Grindavík

Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason. mynd/daníel
Grindvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar staðfest var að Ólafur Örn Bjarnason hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net í dag.

Ólafur lét af þjálfun félagsins í lok sumars og um leið var hann laus frá Grindavík. Nokkur félög reyndu að fá Ólaf í sínar raðir en nýjum þjálfara félagsins, Guðjón Þórðarsyni, hefur augljóslega tekist að sannfæra Ólaf um að vera áfram í Grindavík.

Varnarmaðurinn reyndi er orðinn 36 ára gamall og mun án efa reynast sínu heimafélagi drjúgur næsta tvö sumur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×