Lokað á Stóru systur á Einkamálum Erla Hlynsdóttir skrifar 21. október 2011 12:09 Einkamál hefur lokað fyrir nokkra reikninga Stóru systur á vefnum eftir að hún sendi vændiskaupendum skilaboð um hvar þeir gætu leitað sér hjálpar. Talsmaður Einkamála segir að tölvukerfi vefsins loki reikningum fólks sem ítrekað sendir fjöldapósta. Aðgerðahópurinn Stóra systir hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en í vikunni afhenti hún lögreglu nöfn og símanúmer fjölda manna sem höfðu óskað eftir að kaupa vændi. „Stóra systir er með nokkra reikninga á einkamal.is og hefur verið þar inni að vinna ýmsa vinnu. Nú var einum reikningi lokað í gærkvöldi eftir að vera búin að senda á menn sem höfðu verið að falast eftir kynlífskaupum, skilaboð um hvert þeir geta snúið sér til að fá hjálp við því að komast úr úr sínum vanda, hjálp til að hætta vændiskaupum," segir ein af Stóru systrunum. Engar skýringar fylgdu því að reikningum var lokað. Fréttastofa hafði samband við Einkamál og fengust þar þau svör að tölvukerfi einkamála lokaði sjálfkrafa reikningum sem senda ítrekað frá sér fjöldasendingar. Þannig sé það ekki svo að Einkamál loki sérstaklega á reikninga Stóru systur. Von er á yfirlýsingu frá Einkamálum síðar í dag vegna umfjöllunar um vændi á vef þeirra. „Við höfum ekki verið í samstarfi við forsvarsmenn en við óskum eftir því samstarfi," segir stóra systirin. Stóra systir segist engin viðbrögð hafa fengið frá þeim mönnum sem hún hefur sent upplýsingar um hvar hægt er að leita sér hjálpar. „En við trúum því að það sé vegna þess að þeir séu að meðtaka skilaboðin og íhuga hvað þeir geta gert," segir stóra systirin.Meðlimir í Stóru systur hafa hingað til ekki komið fram undir nafni og hulið andlit sín, af hverju er það? „Ætli sterkasta ástæðan fyrir þvi að við komum allar saman fram undir einu nafni stóru systur er að við gerum okkur fulla grein fyrir því að það eru misyndismenn úti í samfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í því að við séum ekki að vinna okkar vinnu og við viljum ekki útsetja okkur fyrir því að verða fyrir barðinu á þeim hrottum," útskýrir stóra systirin að lokum. Meðfylgjandi er frétt úr fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag þegar hópurinn hélt blaðamannafund og afhenti lögreglu nafnalista. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Einkamál hefur lokað fyrir nokkra reikninga Stóru systur á vefnum eftir að hún sendi vændiskaupendum skilaboð um hvar þeir gætu leitað sér hjálpar. Talsmaður Einkamála segir að tölvukerfi vefsins loki reikningum fólks sem ítrekað sendir fjöldapósta. Aðgerðahópurinn Stóra systir hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en í vikunni afhenti hún lögreglu nöfn og símanúmer fjölda manna sem höfðu óskað eftir að kaupa vændi. „Stóra systir er með nokkra reikninga á einkamal.is og hefur verið þar inni að vinna ýmsa vinnu. Nú var einum reikningi lokað í gærkvöldi eftir að vera búin að senda á menn sem höfðu verið að falast eftir kynlífskaupum, skilaboð um hvert þeir geta snúið sér til að fá hjálp við því að komast úr úr sínum vanda, hjálp til að hætta vændiskaupum," segir ein af Stóru systrunum. Engar skýringar fylgdu því að reikningum var lokað. Fréttastofa hafði samband við Einkamál og fengust þar þau svör að tölvukerfi einkamála lokaði sjálfkrafa reikningum sem senda ítrekað frá sér fjöldasendingar. Þannig sé það ekki svo að Einkamál loki sérstaklega á reikninga Stóru systur. Von er á yfirlýsingu frá Einkamálum síðar í dag vegna umfjöllunar um vændi á vef þeirra. „Við höfum ekki verið í samstarfi við forsvarsmenn en við óskum eftir því samstarfi," segir stóra systirin. Stóra systir segist engin viðbrögð hafa fengið frá þeim mönnum sem hún hefur sent upplýsingar um hvar hægt er að leita sér hjálpar. „En við trúum því að það sé vegna þess að þeir séu að meðtaka skilaboðin og íhuga hvað þeir geta gert," segir stóra systirin.Meðlimir í Stóru systur hafa hingað til ekki komið fram undir nafni og hulið andlit sín, af hverju er það? „Ætli sterkasta ástæðan fyrir þvi að við komum allar saman fram undir einu nafni stóru systur er að við gerum okkur fulla grein fyrir því að það eru misyndismenn úti í samfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í því að við séum ekki að vinna okkar vinnu og við viljum ekki útsetja okkur fyrir því að verða fyrir barðinu á þeim hrottum," útskýrir stóra systirin að lokum. Meðfylgjandi er frétt úr fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag þegar hópurinn hélt blaðamannafund og afhenti lögreglu nafnalista.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira