Fjárdráttur á annan tug milljóna 16. apríl 2011 19:02 Grunur leikur á að fjárdráttarmálið sem upp er komið í Norðurlandaráði snúist um á annan tug milljóna króna. Endurskoðendur í Finnlandi fara nú yfir bókhald síðustu tveggja ára en málið hefur verið kært til Efnahagsbrotadeildar. Innan Norðurlandaráðs er starfræktur svokallaður Íhaldshópur sem er í raun bara samstarfsvettvangur hægri manna á Norðurlöndum. Undanfarin ár hefur starfsmaður hópsins verið íslenskur, með aðstöðu í Valhöll. Hann lét nýlega af störfum samkvæmt áætlun þar sem Finnar áttu að taka við forystu. Þegar þessi skipti fóru fram vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í fjármálum hópsins. Fyrirspurnir frá finnlandi urðu til þess að bókhaldið var skoðað og þá kom ýmislegt í ljós sem bendir til þess að íslenski starfsmaðurinn hafi dregið að sér miklar fjárhæðir. Íslenski starfsmaðurinn var beðinn um skýringar á grunsamlegum millifærslum en þær voru ekki gefnar. Þá var ákveðið að kæra málið til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. „Rannsókn fer nú fram og þar til henni lýkur get ég í raun ekki tjáð mig um málið nema að við höfum vissar grunsemdir sem beinast í tiltekna átt," segir Maria Elena Cowell, formaður Íhaldshóp Norðurlandaráðs. Ekki er vitað með vissu um hversu háar fjárhæðir er að ræða en nokkrir sem til málsins þekkja segja á annan tug milljóna króna. Peningarnir munu að mestu hafa farið í persónulega neyslu starfsmannsins sem hefur samkvæmt kunningum hans lifað hátt undanfarin ár og ferðast víða. Endurskoðendur á vegum Norðurlandaráðs skoða nú bókhald íhaldshópinn aftur til ársins 2009. Vinir mannsins og samstarfsfélagar í Valhöll þar sem hann hafði starfsaðstöðu eru slegnir en fréttir af málinu komu þeim í opna skjöldu. „Þetta er áfall fyrir okkur öll sem höfum starfað með viðkomandi, það eru allir mjög niðurdregnir út af þessu," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Grunur leikur á að fjárdráttarmálið sem upp er komið í Norðurlandaráði snúist um á annan tug milljóna króna. Endurskoðendur í Finnlandi fara nú yfir bókhald síðustu tveggja ára en málið hefur verið kært til Efnahagsbrotadeildar. Innan Norðurlandaráðs er starfræktur svokallaður Íhaldshópur sem er í raun bara samstarfsvettvangur hægri manna á Norðurlöndum. Undanfarin ár hefur starfsmaður hópsins verið íslenskur, með aðstöðu í Valhöll. Hann lét nýlega af störfum samkvæmt áætlun þar sem Finnar áttu að taka við forystu. Þegar þessi skipti fóru fram vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í fjármálum hópsins. Fyrirspurnir frá finnlandi urðu til þess að bókhaldið var skoðað og þá kom ýmislegt í ljós sem bendir til þess að íslenski starfsmaðurinn hafi dregið að sér miklar fjárhæðir. Íslenski starfsmaðurinn var beðinn um skýringar á grunsamlegum millifærslum en þær voru ekki gefnar. Þá var ákveðið að kæra málið til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. „Rannsókn fer nú fram og þar til henni lýkur get ég í raun ekki tjáð mig um málið nema að við höfum vissar grunsemdir sem beinast í tiltekna átt," segir Maria Elena Cowell, formaður Íhaldshóp Norðurlandaráðs. Ekki er vitað með vissu um hversu háar fjárhæðir er að ræða en nokkrir sem til málsins þekkja segja á annan tug milljóna króna. Peningarnir munu að mestu hafa farið í persónulega neyslu starfsmannsins sem hefur samkvæmt kunningum hans lifað hátt undanfarin ár og ferðast víða. Endurskoðendur á vegum Norðurlandaráðs skoða nú bókhald íhaldshópinn aftur til ársins 2009. Vinir mannsins og samstarfsfélagar í Valhöll þar sem hann hafði starfsaðstöðu eru slegnir en fréttir af málinu komu þeim í opna skjöldu. „Þetta er áfall fyrir okkur öll sem höfum starfað með viðkomandi, það eru allir mjög niðurdregnir út af þessu," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira