Erlent

Nýr heimsenda spádómur Maya finnst

Margir hafa túlkað spádóminn sem fyrirboða um endalok jarðar - að guðinn sé í raun loftsteinn sem muni granda veröldinni.
Margir hafa túlkað spádóminn sem fyrirboða um endalok jarðar - að guðinn sé í raun loftsteinn sem muni granda veröldinni. mynd/wikipedia
Sérfræðingar í menningarsögu Maya indíána hafa lengi reynt að draga úr vægi dagsetningarinnar 2012. En fornleifafræðingar í Suður-Ameríku hafa nú tilkynnt að þeir hafi fundið nýja vísun í dagsetninguna.

Áletrun á steintöflu sem fornleifafræðingarnir uppgötvuðu í suðurhluta Mexíkó gefur til að kynna að dagsetningin hafi ekki verið tilviljun. Hingað til hefur aðeins ein heimild verið til staðar sem vísar til 2012 en hún fannst í Tortuguero.

Taflan fannst í musterinu Comalcalco og hefur verið rannsökuð í nokkur ár. Letrið á töflunni er afar flókið og það var ekki fyrr en nú sem vísunin uppgötvaðist.

Sérfræðingarnir halda því fram að dagsetningin hafi enga sérstaka þýðingu og að heimsendaspár séu án alls rökstuðnings.

Samkvæmt upprunalegu heimildinni markar tólfti mánuður ársins 2012 tímamót í andlegu lífi mannkyns. Þá á guðinn Bolon Yokte að stíga til jarðar en hann er tengdur bæði stríði og endursköpun.

Margir hafa túlkað spádóminn sem fyrirboða um endalok jarðar - að guðinn sé í raun loftsteinn sem muni granda veröldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×