Fékk hvítblæði og gerðist hlaupagarpur Erla Hlynsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 13:00 Gunnar hljóp Laugaveginn þann 16. júlí. Það var þriðja hlaupið í röðinni Mynd Hlaup.is „Ég hef búið mér til einkunnarorðin: Ég hleyp því ég get það," segir Gunnar Ármannsson sem greindist með hvítblæði árið 2005 og lauk lyfjameðferð fyrir fimm árum. Af því tilefni ákvað hann í ársbyrjun að hlaupa fimm hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands á þessu ári. Þeim þremur erfiðustu hefur hann þegar lokið. Á laugardag hleypur hann síðan Jökulárhlaupið sem er 32,7 kílómetra utanvegahlaup og loks tekur hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 20. ágúst. Allt stefnir í að hann leggi að baki um fimm þúsund kílómetra á árinu.Greindist með hvítblæði á Þorláksmessu Gunnar segist ekki hafa hlaupið neitt markvisst áður en hann greindist með hvítblæði. Hins vegar hafi hann eins og svo margir aðrir lengi ætlað að byrja að hlaupa. Árið 2004 reimaði hann á sig hlaupaskóna og byrjaði. Hlaupin gengu ágætlega en fljótt fór Gunnar að finna fyrir minnkandi þoli og máttleysi, ólíkt því sem ætti að gerast þegar fólk hefur þjálfun. „Ég skildi ekki hvað þetta var og leitaði til læknis. Það var síðan á Þorláksmessu 2005 sem ég greindist með hvítblæði," segir Gunnar.Bætir við sig þúsund kílómetrum á ári Hann var staðráðinn í að byrja aftur að lyfjameðferð lokinni, árið 2006, en gat það ekki strax vegna meiðsla. „A afmælisdaginn minn 2008 ákvað ég síðan að byrja. Ég tók mér frí í vinnunni og hljóp þá hálfmaraþon í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég hlaupið," segir Gunnar. Hann hefur bætt við sig ár frá ári, lagði að baki um þrjú þúsund kílómetra árið 2009, fjögurþúsund á síðasta ári og býst við að hlaupa um fimm þúsund kílómetra í ár. Hugmyndin að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu fæddist í ársbyrjun. „Ég ákvað þá að hlaupa fimm löng hlaup. Ég hef sett þetta þannig upp fyrir mér að ég hlaupi eitt hlaup fyrir hvert ár síðan lyfjameðferðinni lauk," segir hann.Þau þrjú erfiðustu að baki Fyrsta hlaupið var Parísarmaraþonið sem Gunnar hljóp þann 10. apríl. Hann hljóp 100 kílómetra í Meistaramóti Íslands þann 11. júlí. Þriðja hlaupið var Laugavegurinn sem Gunnar fór þann 16. júlí, en um er að ræða 55 kílómetra utanvegahlaup. Jökulárhlaupið er síðan næsta laugardag. Gunnar hefur hlaupið það áður og hlakkar mikið til. „Ég hljóp það fyrst sumarið 2008. Þetta var mitt fyrsta langa keppnishlaup. Upplifunin var frábær. Umhverfið er svo fallegt og það er eins og þarna sé alltaf gott veður," segir hann.Hefur safnað mestum áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu Síðasta hlaupið er síðan Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Gunnar er sá keppandi sem safnað hefur mestum áheitum, eða 322 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélagið. Þar ætlar hann að hlaupa heilt maraþon. „Ég ætla að sjá til hvort ég hleyp þetta á einhverjum hraða eða fer bara hægt yfir og skoða mig um," segir hann.Byrjaði loksins og getur ekki hætt Gunnar er afar þakklátur fyrir að hafa fengið heilsuna aftur og geta hlaupið enda tók það mikið á að veikjast af hvítblæði og fara í gegn um þunga lyfjameðferð. „Það var óvíst hvort ég myndi geta hlaupið aftur. Þegar ég loksins gat það þá vildi ég ekki hætta," segir Gunnar. Hann heldur úti bloggsíðu þar sem hann segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við hlaupin. Hana má nálgast með því að smella hér. Hægt er að heita á Gunnar í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér Þá er hægt að styrkja Krabbameinsfélagið beint með því að leggja inn á söfnunarreikning félagsins: 0301-26-102005. Kennitala: 700169-2789. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Ég hef búið mér til einkunnarorðin: Ég hleyp því ég get það," segir Gunnar Ármannsson sem greindist með hvítblæði árið 2005 og lauk lyfjameðferð fyrir fimm árum. Af því tilefni ákvað hann í ársbyrjun að hlaupa fimm hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands á þessu ári. Þeim þremur erfiðustu hefur hann þegar lokið. Á laugardag hleypur hann síðan Jökulárhlaupið sem er 32,7 kílómetra utanvegahlaup og loks tekur hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 20. ágúst. Allt stefnir í að hann leggi að baki um fimm þúsund kílómetra á árinu.Greindist með hvítblæði á Þorláksmessu Gunnar segist ekki hafa hlaupið neitt markvisst áður en hann greindist með hvítblæði. Hins vegar hafi hann eins og svo margir aðrir lengi ætlað að byrja að hlaupa. Árið 2004 reimaði hann á sig hlaupaskóna og byrjaði. Hlaupin gengu ágætlega en fljótt fór Gunnar að finna fyrir minnkandi þoli og máttleysi, ólíkt því sem ætti að gerast þegar fólk hefur þjálfun. „Ég skildi ekki hvað þetta var og leitaði til læknis. Það var síðan á Þorláksmessu 2005 sem ég greindist með hvítblæði," segir Gunnar.Bætir við sig þúsund kílómetrum á ári Hann var staðráðinn í að byrja aftur að lyfjameðferð lokinni, árið 2006, en gat það ekki strax vegna meiðsla. „A afmælisdaginn minn 2008 ákvað ég síðan að byrja. Ég tók mér frí í vinnunni og hljóp þá hálfmaraþon í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég hlaupið," segir Gunnar. Hann hefur bætt við sig ár frá ári, lagði að baki um þrjú þúsund kílómetra árið 2009, fjögurþúsund á síðasta ári og býst við að hlaupa um fimm þúsund kílómetra í ár. Hugmyndin að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu fæddist í ársbyrjun. „Ég ákvað þá að hlaupa fimm löng hlaup. Ég hef sett þetta þannig upp fyrir mér að ég hlaupi eitt hlaup fyrir hvert ár síðan lyfjameðferðinni lauk," segir hann.Þau þrjú erfiðustu að baki Fyrsta hlaupið var Parísarmaraþonið sem Gunnar hljóp þann 10. apríl. Hann hljóp 100 kílómetra í Meistaramóti Íslands þann 11. júlí. Þriðja hlaupið var Laugavegurinn sem Gunnar fór þann 16. júlí, en um er að ræða 55 kílómetra utanvegahlaup. Jökulárhlaupið er síðan næsta laugardag. Gunnar hefur hlaupið það áður og hlakkar mikið til. „Ég hljóp það fyrst sumarið 2008. Þetta var mitt fyrsta langa keppnishlaup. Upplifunin var frábær. Umhverfið er svo fallegt og það er eins og þarna sé alltaf gott veður," segir hann.Hefur safnað mestum áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu Síðasta hlaupið er síðan Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Gunnar er sá keppandi sem safnað hefur mestum áheitum, eða 322 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélagið. Þar ætlar hann að hlaupa heilt maraþon. „Ég ætla að sjá til hvort ég hleyp þetta á einhverjum hraða eða fer bara hægt yfir og skoða mig um," segir hann.Byrjaði loksins og getur ekki hætt Gunnar er afar þakklátur fyrir að hafa fengið heilsuna aftur og geta hlaupið enda tók það mikið á að veikjast af hvítblæði og fara í gegn um þunga lyfjameðferð. „Það var óvíst hvort ég myndi geta hlaupið aftur. Þegar ég loksins gat það þá vildi ég ekki hætta," segir Gunnar. Hann heldur úti bloggsíðu þar sem hann segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við hlaupin. Hana má nálgast með því að smella hér. Hægt er að heita á Gunnar í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér Þá er hægt að styrkja Krabbameinsfélagið beint með því að leggja inn á söfnunarreikning félagsins: 0301-26-102005. Kennitala: 700169-2789.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira