Innlent

Heimaklettur baðaður bleiku

Í Vestmannaeyjum er Heimaklettur baðaður bleiku ljósi til styrktar átaki Krabbameinsfélags Íslands.
Í Vestmannaeyjum er Heimaklettur baðaður bleiku ljósi til styrktar átaki Krabbameinsfélags Íslands. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Margar byggingar og kennileiti eru nú böðuð bleiku ljósi vegna Bleiku slaufunnar – átaks Krabbameinsfélags Íslands. Höfðatorg í Reykjavík er bleikt þennan mánuð eins og fram hefur komið en meðal annars eru Bleiksárfoss í Eskifirði, álver Alcoa á Reyðarfirði og Húsavíkurkirkja lýst upp með þessum hætti.

Vestmannaeyingar láta ekki sitt eftir liggja og hafa lýst upp bæði Landakirkju og Heimaklett. Hluti bæjarins hefur því yfir sér bleikan blæ þessa dagana. -þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×