Birtingurinn nýtur vafans 6. október 2011 06:00 Franskur veiðimaður með um tíu punda sjóbirting í haust. mynd/pétur Eldvatn Áin er töluvert vatnsfall og á upptök sín í uppsprettum og lækjum í Eldvatnshrauni. Hún er víða ægifögur þar sem hún kvíslast til sjávar.mynd/pétur Eldvatn í Meðallandi er frá fornu fari fræg sjóbirtingsá. Pétur Pétursson er leigutaki árinnar og hefur yfirfært veiða/sleppa fyrirkomulag úr annarri frægri veiðiá sem hann hefur með höndum, eða Vatnsdalsá. Hugmyndafræðin er sú sama. Að byggja upp sjálfbæran náttúrulegan stofn án meiri háttar inngripa. „Þetta er sérstakur stofn á þessu svæði öllu sem ég vil meina að megi ekki að hrófla við. Ástæðan er sú sjóbirtingsstofninn íslenski er sennilega sá elsti í heimi. Hann er þess vegna kenndur við ísöld,“ segir Pétur. Pétur tók ána á leigu árið 2009. Hann telur mikla möguleika vera fyrir hendi við uppbyggingu sjóbirtings í ánni. Áin sé fræg fyrir stóra sjóbirtinga og þeim vill hann fjölga með því að gefa veiddum fiski annað tækifæri til að ná þeirri stærð sem náttúran býður og vill ekki byggja upp stofninn með seiðasleppingum. „Ég vil að náttúran sjái um þetta sjálf. Það þarf kannski að hjálpa til við hrygningarsvæði, sem eru ekki nægilega góð. Það er hægt að laga, að mínu mati, án þess að trufla náttúruna.“ Mjög skiptar skoðanir eru um sleppingar á veiddum fiski, og á það bæði við um lax og silung. Pétur lítur hins vegar þannig á að ef tekið er of mikið af stofni sem er seinvaxinn og býr ekki við þeim mun betri hrygningar- og uppvaxtarskilyrði þá komi alltaf að því að hann lætur undan síga. „Það vil ég fyrirbyggja með þessari aðferðafræði.“ Pétur bendir á að Eldvatnið, og systurár þess í Skaftafellssýslum, séu í túnjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs og þar liggi tækifæri. „Ég sé fyrir mér að allt þetta svæði ætti að vera hluti af þjóðgarðinum með þessum sjóbirtingsstofni sem þarna er. Ég er ekki einn um þá hugmynd að stofna á þessu svæði verndarsjóð villtra sjóbirtinga sem færi saman við hugmyndina um þjóðgarðinn.“ Pétur veltir því upp að á einhverjum tímapunkti hafi virðingin fyrir silungsstofnunum á Íslandi farið fyrir lítið. Allt snúist um laxinn, einhverra hluta vegna, og laxaseiðum hafi verið „sprautað út í ólíklegustu ár“, án þess að mikill tími hafi verið tekinn í það að kanna hversu vel áin væri undir slíkt búin. Pétur hefur þó ekki áhyggjur af því að stofnar silungs muni hverfa. „Veiði sveiflast á milli tímabila. Menn reyndu að halda jafnri veiði milli ára með seiðasleppingum, en það hefur aldrei tekist. Sveiflur í lífríkinu eru eðlilegar og hugmyndin er ekki endilega sú að veiða endilega miklu meira. Frekar að gera þetta náttúrulegt og ég held að stór hluti af íslenskum fluguveiðimönnum aðhyllist þessa hugmyndafræði nú orðið.“ Í Eldvatni hefur veiði sveiflast mikið á milli ára, hvað sem því veldur. Gullöldin var í kringum 1970 en árið 1974 voru skráðir til bókar þúsund fiskar. Þeir voru hins vegar aðeins 70 árið 1991. Áin gaf 252 birtinga í fyrra og er þá ótalin bleikja og lax sem alltaf veiðist töluvert af í þessu magnaða vatnsfalli. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eldvatn Áin er töluvert vatnsfall og á upptök sín í uppsprettum og lækjum í Eldvatnshrauni. Hún er víða ægifögur þar sem hún kvíslast til sjávar.mynd/pétur Eldvatn í Meðallandi er frá fornu fari fræg sjóbirtingsá. Pétur Pétursson er leigutaki árinnar og hefur yfirfært veiða/sleppa fyrirkomulag úr annarri frægri veiðiá sem hann hefur með höndum, eða Vatnsdalsá. Hugmyndafræðin er sú sama. Að byggja upp sjálfbæran náttúrulegan stofn án meiri háttar inngripa. „Þetta er sérstakur stofn á þessu svæði öllu sem ég vil meina að megi ekki að hrófla við. Ástæðan er sú sjóbirtingsstofninn íslenski er sennilega sá elsti í heimi. Hann er þess vegna kenndur við ísöld,“ segir Pétur. Pétur tók ána á leigu árið 2009. Hann telur mikla möguleika vera fyrir hendi við uppbyggingu sjóbirtings í ánni. Áin sé fræg fyrir stóra sjóbirtinga og þeim vill hann fjölga með því að gefa veiddum fiski annað tækifæri til að ná þeirri stærð sem náttúran býður og vill ekki byggja upp stofninn með seiðasleppingum. „Ég vil að náttúran sjái um þetta sjálf. Það þarf kannski að hjálpa til við hrygningarsvæði, sem eru ekki nægilega góð. Það er hægt að laga, að mínu mati, án þess að trufla náttúruna.“ Mjög skiptar skoðanir eru um sleppingar á veiddum fiski, og á það bæði við um lax og silung. Pétur lítur hins vegar þannig á að ef tekið er of mikið af stofni sem er seinvaxinn og býr ekki við þeim mun betri hrygningar- og uppvaxtarskilyrði þá komi alltaf að því að hann lætur undan síga. „Það vil ég fyrirbyggja með þessari aðferðafræði.“ Pétur bendir á að Eldvatnið, og systurár þess í Skaftafellssýslum, séu í túnjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs og þar liggi tækifæri. „Ég sé fyrir mér að allt þetta svæði ætti að vera hluti af þjóðgarðinum með þessum sjóbirtingsstofni sem þarna er. Ég er ekki einn um þá hugmynd að stofna á þessu svæði verndarsjóð villtra sjóbirtinga sem færi saman við hugmyndina um þjóðgarðinn.“ Pétur veltir því upp að á einhverjum tímapunkti hafi virðingin fyrir silungsstofnunum á Íslandi farið fyrir lítið. Allt snúist um laxinn, einhverra hluta vegna, og laxaseiðum hafi verið „sprautað út í ólíklegustu ár“, án þess að mikill tími hafi verið tekinn í það að kanna hversu vel áin væri undir slíkt búin. Pétur hefur þó ekki áhyggjur af því að stofnar silungs muni hverfa. „Veiði sveiflast á milli tímabila. Menn reyndu að halda jafnri veiði milli ára með seiðasleppingum, en það hefur aldrei tekist. Sveiflur í lífríkinu eru eðlilegar og hugmyndin er ekki endilega sú að veiða endilega miklu meira. Frekar að gera þetta náttúrulegt og ég held að stór hluti af íslenskum fluguveiðimönnum aðhyllist þessa hugmyndafræði nú orðið.“ Í Eldvatni hefur veiði sveiflast mikið á milli ára, hvað sem því veldur. Gullöldin var í kringum 1970 en árið 1974 voru skráðir til bókar þúsund fiskar. Þeir voru hins vegar aðeins 70 árið 1991. Áin gaf 252 birtinga í fyrra og er þá ótalin bleikja og lax sem alltaf veiðist töluvert af í þessu magnaða vatnsfalli. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent