Innlent

Aðför að lögum sýnd á nýjan leik

Sigursteinn Másson skrifaði og framleiddi þáttinn Aðför að lögum árið 1996 ásamt Einari Magnúsi Magnússyni.
Sigursteinn Másson skrifaði og framleiddi þáttinn Aðför að lögum árið 1996 ásamt Einari Magnúsi Magnússyni. Mynd/Haraldur Jónasson
„Það var hellingur af fólki sem kom að þessu og það var mikil rannsóknarvinna á bakvið þessa mynd," segir Sigursteinn Másson, sem framleiddi og skrifaði handrit að myndinni Aðför að lögum, sem fjallar um Guðmundur- og Geirfinnsmálið. Áhorfendum gefst nú kostur á að sjá myndina á nýjan leik en hún verður sýnd í Bíó Paradís annað kvöld.

Myndin kom út á sínum tíma í tveimur hlutum en nú er búið að skeyta þeim saman í eina mynd. „Myndin var í vinnslu frá ársbyrjun 1996 fram á vorið 1997. Við söfnuðum mikið af gögnum og það var gríðarleg heimildarvinna þarna á bakvið," segir Sigursteinn. Í myndinni er þetta eitt stærsta sakamál Íslands síðari tíma krufið til mergjar. „Ætli það séu ekki um 30 einstaklingar sem voru tilbúnir að tala við okkur þá," segir hann.

Myndin verður sýnd annað kvöld klukkan 20 í Bíó Paradís á Hverfisgötu. „Síðan halda sýningarnar eitthvað áfram í næstu viku," segir Sigursteinn. „Það er mikið búið að spyrja um þetta og það er augljóst að það eru mjög margir sem hafa ekki séð myndina, eða hafa séð þær í sitthvoru lagi og langar að sjá þær samsettar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×