Innlent

Íhuga hópmálssókn vegna endurútreikninga bankana

Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir hópnum.
Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir hópnum.
Í morgun birtist heilsíðu auglýsing í helstu dagblöðum landsins þar sem þeirri spurningu er varpað fram hvort endurútreikningar bankana á skuldum séu réttlætanlegar. Lögmaður hópsins sem stendur að baki auglýsingunum segir það til skoðunar að efna til hópmálsóknar gegn bönkunum.

Í auglýsingunum er tekið dæmi um þrjátíu og sex milljón króna lán sem tekið var í desember 2006. Alls hafi lántaki greitt bankanum tæpar tuttugu miljónir og því eigi tæpar sextán milljónir að standa eftir.

Hins vegar séu eftirstöðvar lánsins eftir endurútreikning bankans á grundvelli laga sem Alþingi samþykkti árið 2010 um endurútreikning lána með ólögmætri gengistryggingu, rúmar fjörtíu milljónir. Spurningunni hvort hagnaður bankana sé fólginn í tapi lántakenda er varpað fram.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hópsins, segir það til skoðunar hvort efnt verði til hópmálsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×