Innlent

SFÚ sátt við tillögur ÓIínu og Rafneyjar

Fiskveiðar. SFÚ er sátt við nýjar tillögur.
Fiskveiðar. SFÚ er sátt við nýjar tillögur.
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) lýsa yfir ánægju með greinargerð og tillögur þeirra Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns VG, er þær sendu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi fiskveiðistjórnunarfrumvarpið.

Í tilkynningu frá SFÚ segir meðal annars að samtökin telji að í tillögum Ólínu og Lilju Rafneyjar, nái sjónarmið samtakanna fram að ganga, og felist í þeim mikilvæg skref í átt að auknu jafnræði og eðlilegu samkeppnisumhverfi í fiskvinnslu.

Svo segir að SFÚ telji tillögurnar vera réttlátar, sanngjarnar, einfaldar og gagnsæjar ásamt því að þær beri með sér að almannahagur hafi verið hafður að leiðarljósi í stað verndar sérhagsmuna fárra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×