Erlent

Forsetafrú í sprellikarlahoppi

Forsetafrúin hefur lagt mikið af mörkum í baráttunni við offitu Bandaríkjamanna.
Forsetafrúin hefur lagt mikið af mörkum í baráttunni við offitu Bandaríkjamanna. mynd/AFP
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar að setja heimsmet í samhæfðu sprellikarlahoppi á morgun. Forsetafrúin mun hitta hóp barna á morgun og munu þau hefja hoppið. Hún mun síðan leiða hóp ríflega 20.000 einstklinga hvaðanæva úr heiminum.

Það er National Geographic sem stendur fyrir uppákomunni.

Núverandi heimsmet var sett í mars á þessu ári en þá hoppuðu 20.425 manneskjur saman. Michelle er vongóð um að metið verði slegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×