Umfjöllun: Blikar björguðu sér frá falli Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Pjetur Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira