Umfjöllun: Blikar björguðu sér frá falli Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Pjetur Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira