Umfjöllun: Blikar björguðu sér frá falli Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Pjetur Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira