Umfjöllun: Víkingar á sigurbraut Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Daníel Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti