Umfjöllun: Víkingar á sigurbraut Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Daníel Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira