Umfjöllun: Víkingar á sigurbraut Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Daníel Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði. Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda í harðvítugri fallbaráttu en heimamenn í Víking voru þegar fallnir og gátu því spilað nokkuð pressulausir. Heimamenn í Víking byrjuðu mun betur og það hefur greinilega haft góð áhrif á þá að vera loksins fallnir um deild og að vera lausir við pressuna sem fylgir því að standa í fallbaráttu. Eftir aðeins 11 mínutna leik kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Jóhannes Magnússon átti þá fyrirgjöf utan af vinstri kanti og barst boltinn því næst til Harðar Bjarnasonar á fjærstönginni sem var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltann að marki og í markið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni Keflavíkur. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og virtist vera sem líflegur leikur væri framundan. Eitthvað dofnaði þó yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn og gengu leikmenn liðanna til búningsherbergja með stöðuna 1-0 á leikklukkunni. Seinni hálfleikur var lengst af jafn og lítið um opin marktækifæri. Þegar leikklukkan sýndi 61 mínútu tók þó Björgólfur Takefusa til sinna ráða. Hann fékk þá háa sendingu inn fyrir sofandi vörn Keflavíkur. Björgólfur tók boltann skemmtilega niður og kom sér í góða stöðu einn gegn markmanni Keflvíkinga og plantaði boltanum snyrtilega framhjá Ómari í markinu. Skömmu seinna sendi Willum Þór Magnús Sverri Þorsteinsson inn á sem varamann og hann breytti leik gestanna töluvert. Magnús hafði aðeins verið inná í 4 mínútur þegar hann minnkaði muninn í 2-1. Magnús skoraði þá með skoti frá D boga sem hafði viðkomu í varnamanni Víkinga. Við mark Magnúsar hresstust gestirnir og fjölguðu í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og Víkingar vörðust vel. Víkingar fóru með sigur af hólmi. Líklega sanngjörn niðurstaða þar sem þeir höfðu yfirhöndina lengst af. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 2-0 Víkingum í vil að þeir bláklæddu byrjuðu að láta finna fyrir sér og sýndu fram á einhverja löngun til þess að skora. Við Keflvíkingum blasir erfiður lokaleikur gegn Þór. Þeim nægir þó jafntefli í leiknum gegn Þór til þess að halda sér í deildinni, en með spilamennsku eins og liðið sýndi í dag getur það reynst þeim þungur róður að ná jöfnu gegn Akureyringunum. Víkingar hinsvegar geta gengið hnarrreistir frá leiknum. Ungu strákarnir í liðinu spiluðu virkilega vel í dag og fremstur meðal jafningja var Aron Elís Þrándarsson á miðjunni. Eins var Björgólfur Takefusa öflugur í framherjastöðunni. Það er samt sem áður synd að lið Víkinga hafi ekki byrjað að spilað árangursríkan fótbolta fyrr en fallið var staðfest. Því miður fyrir Víkinga byrjaði liðið alltof illa til þess að geta forðað sér frá falli.Víkingur-Keflavík 2-1 1-0 Hörður Bjarnason (11.) 2-0 Björgólfur Hideaki Takefusa (61.) 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (72.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: xxx Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 9–11 (5-4) Varin skot: Magnús 3 – Ómar 3 Hornspyrnur: 3–10 Aukaspyrnur fengnar: 9–15 Rangstöður: 2–6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira