Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinu Stefán Árni Pálsson á Stjörnuvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/HAG Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel. Það er óhætt að segja að þessi leikur hafi hafist með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Halldóri Orra Björnssyni. Valsmenn tóku miðju og Stjörnumenn unnu strax boltann aftur, brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jóhann Laxdal tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Tryggva Sveini og þaðan í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn virtist fara útaf vellinum í spyrnunni. Fimm mínútum síðar náðu heimamenn að setja boltann í þriðja sinn í netið og þá var það löglegt. Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. 2-0 eftir tíu mínútna leik og Valsmenn ekki mættir til leiks. Þegar hálftími var liðin af leiknum komust heimamenn í 3-0 þegar Garðar Jóhannsson skoraði sitt 14. mark fyrir Stjörnuna í sumar. Garðar fékk fína sendingu inn í teiginn, skallaði boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann í höndina á Pól Jóhannus og vítaspyrna réttilega dæmd. Garðar Jóhannsson fór á punktinn og smellti honum í netið. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og Valsmenn bara ekki með á nótunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, en það virtist ekki skipta neinu máli. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og ekkert markvert gerðist í raun þangað til að tæplega korter var eftir af leiknum þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir hornsspyrnu frá Atla Jóhannssyni. 15. mark Garðars í sumar og hann kórónaði frábært tímabil. Einni mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn að skora fimmta mark sitt í leiknum þegar Víðir Þorvarðarson stýrði knettinum snyrtilega í netið eftir magnaða sendingu frá Bjarka Pál Eysteinssyni. Alger niðurlæging Vals staðreynd.Stjarnan-Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.) 2-0 Atli Jóhannsson (9.) 3-0 Garðar Jóhannsson, víti (30.) 4-0 Garðar Jóhannsson (77.) 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13 – 7 (6-2) Varin skot: Ingvar 2 – 1 Haraldur Horn: 6 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 6–10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel. Það er óhætt að segja að þessi leikur hafi hafist með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Halldóri Orra Björnssyni. Valsmenn tóku miðju og Stjörnumenn unnu strax boltann aftur, brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jóhann Laxdal tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Tryggva Sveini og þaðan í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn virtist fara útaf vellinum í spyrnunni. Fimm mínútum síðar náðu heimamenn að setja boltann í þriðja sinn í netið og þá var það löglegt. Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. 2-0 eftir tíu mínútna leik og Valsmenn ekki mættir til leiks. Þegar hálftími var liðin af leiknum komust heimamenn í 3-0 þegar Garðar Jóhannsson skoraði sitt 14. mark fyrir Stjörnuna í sumar. Garðar fékk fína sendingu inn í teiginn, skallaði boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann í höndina á Pól Jóhannus og vítaspyrna réttilega dæmd. Garðar Jóhannsson fór á punktinn og smellti honum í netið. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og Valsmenn bara ekki með á nótunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, en það virtist ekki skipta neinu máli. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og ekkert markvert gerðist í raun þangað til að tæplega korter var eftir af leiknum þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir hornsspyrnu frá Atla Jóhannssyni. 15. mark Garðars í sumar og hann kórónaði frábært tímabil. Einni mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn að skora fimmta mark sitt í leiknum þegar Víðir Þorvarðarson stýrði knettinum snyrtilega í netið eftir magnaða sendingu frá Bjarka Pál Eysteinssyni. Alger niðurlæging Vals staðreynd.Stjarnan-Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.) 2-0 Atli Jóhannsson (9.) 3-0 Garðar Jóhannsson, víti (30.) 4-0 Garðar Jóhannsson (77.) 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13 – 7 (6-2) Varin skot: Ingvar 2 – 1 Haraldur Horn: 6 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 6–10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira