Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinu Stefán Árni Pálsson á Stjörnuvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/HAG Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel. Það er óhætt að segja að þessi leikur hafi hafist með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Halldóri Orra Björnssyni. Valsmenn tóku miðju og Stjörnumenn unnu strax boltann aftur, brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jóhann Laxdal tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Tryggva Sveini og þaðan í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn virtist fara útaf vellinum í spyrnunni. Fimm mínútum síðar náðu heimamenn að setja boltann í þriðja sinn í netið og þá var það löglegt. Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. 2-0 eftir tíu mínútna leik og Valsmenn ekki mættir til leiks. Þegar hálftími var liðin af leiknum komust heimamenn í 3-0 þegar Garðar Jóhannsson skoraði sitt 14. mark fyrir Stjörnuna í sumar. Garðar fékk fína sendingu inn í teiginn, skallaði boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann í höndina á Pól Jóhannus og vítaspyrna réttilega dæmd. Garðar Jóhannsson fór á punktinn og smellti honum í netið. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og Valsmenn bara ekki með á nótunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, en það virtist ekki skipta neinu máli. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og ekkert markvert gerðist í raun þangað til að tæplega korter var eftir af leiknum þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir hornsspyrnu frá Atla Jóhannssyni. 15. mark Garðars í sumar og hann kórónaði frábært tímabil. Einni mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn að skora fimmta mark sitt í leiknum þegar Víðir Þorvarðarson stýrði knettinum snyrtilega í netið eftir magnaða sendingu frá Bjarka Pál Eysteinssyni. Alger niðurlæging Vals staðreynd.Stjarnan-Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.) 2-0 Atli Jóhannsson (9.) 3-0 Garðar Jóhannsson, víti (30.) 4-0 Garðar Jóhannsson (77.) 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13 – 7 (6-2) Varin skot: Ingvar 2 – 1 Haraldur Horn: 6 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 6–10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel. Það er óhætt að segja að þessi leikur hafi hafist með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Halldóri Orra Björnssyni. Valsmenn tóku miðju og Stjörnumenn unnu strax boltann aftur, brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jóhann Laxdal tók spyrnuna sem fór beint á kollinn á Tryggva Sveini og þaðan í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn virtist fara útaf vellinum í spyrnunni. Fimm mínútum síðar náðu heimamenn að setja boltann í þriðja sinn í netið og þá var það löglegt. Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. 2-0 eftir tíu mínútna leik og Valsmenn ekki mættir til leiks. Þegar hálftími var liðin af leiknum komust heimamenn í 3-0 þegar Garðar Jóhannsson skoraði sitt 14. mark fyrir Stjörnuna í sumar. Garðar fékk fína sendingu inn í teiginn, skallaði boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann í höndina á Pól Jóhannus og vítaspyrna réttilega dæmd. Garðar Jóhannsson fór á punktinn og smellti honum í netið. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og Valsmenn bara ekki með á nótunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, en það virtist ekki skipta neinu máli. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og ekkert markvert gerðist í raun þangað til að tæplega korter var eftir af leiknum þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir hornsspyrnu frá Atla Jóhannssyni. 15. mark Garðars í sumar og hann kórónaði frábært tímabil. Einni mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn að skora fimmta mark sitt í leiknum þegar Víðir Þorvarðarson stýrði knettinum snyrtilega í netið eftir magnaða sendingu frá Bjarka Pál Eysteinssyni. Alger niðurlæging Vals staðreynd.Stjarnan-Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.) 2-0 Atli Jóhannsson (9.) 3-0 Garðar Jóhannsson, víti (30.) 4-0 Garðar Jóhannsson (77.) 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13 – 7 (6-2) Varin skot: Ingvar 2 – 1 Haraldur Horn: 6 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 6–10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira