Erlent

Cameron gerir Titanic í þrívídd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
James Cameron er leikstjóri Titanic.
James Cameron er leikstjóri Titanic. mynd/ afp.
James Cameron vinnur nú að því að endurgera Titanic myndina í þrívídd. Hann hefur þegar sýnt ákveðnum hópi fólks átján mínútna hluta af nýju myndinni í Paramount myndverinu í Hollywood.

„Auðvitað hafa margir séð þessa mynd, sumir margsinnis, en það er heil kynslóð manna sem aldrei hefur séð hana í kvikmyndahúsum," segir James Cameron, samkvæmt frásögn Sky fréttastöðvarinnar. Cameron bætti því við að hann elskar þrívídd og hann hefði klárlega tekið upprunalegu myndina upp í þrívídd ef sú tækni hefði verið til á þeim tíma sem verið var að gera hana.

Myndin kom fyrst út árið 1997 og var tekjuhæsta mynd í heimi þar til Cameron gerði Avatar. Endurgerðin kemur út í apríl á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×