Söguleg stund verður í Moskvu í dag þegar stálhylki með sex geimförum innanborðs verða opnuð einu og hálfu ári eftir að geimfararnir voru læstir inn í þeim.
Á þessu eina og hálfa ári sem liðið er hafa geimfararnir, þrír Rússar, tveir Evrópubúar og einn Kínverji líkt eftir ferð fram og til baka milli Jarðarinnar og Mars. Á meðan hafa nákvæmar rannsóknir staðið yfir á því hvernig mannshugurinn og líkaminn bregðast við í langferðum úti í geiminum. Meðal annars hafa geimfararnir líkt eftir göngu á Mars íklæddir geimbúningum.
En nú er þessari rannsókn lokið og geimfararnir munu lenda, ef svo má að orði komast, klukkan tvö eftir hádegið að staðartíma.
Geimfarar sem líktu eftir ferð til Mars lausir eftir hálft annað ár
