Óvíst að lægra mat hafi mikil áhrif 18. apríl 2011 08:00 Árni Páll Árnason Vandalaust er að skýra stöðu Icesave-deilunnar erlendis og skilningur er ytra á þeirri afstöðu þjóðarinnar að ekki hafi verið rétt að semja um skuldbindingu á meðan hún væri óljós, að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Í þrotabúi bankans eru eignir og Ísland í fínum málum sem land. Við erum að ná betri árangri en flest önnur lönd við að komast út úr kreppunni. Og umgjörðin sem við höfum sett utan um skuldaúrvinnslu vekur athygli og er talin til eftirbreytni í öðrum löndum,“ segir Árni Páll. Hann kveður áherslu hafa verið lagða á það í viðræðum við önnur lönd og greiningarfyrirtæki að ekki sé um neinar vanefndir af hálfu Íslands að ræða þegar kemur að Icesave. „Ísland hefur bæði vilja og getu til að standa við sínar skuldbindingar. Þær þurfa bara að vera á hreinu.“ Þá segir Árni Páll engar þær aðstæður hafa komið upp eftir Icesave-atkvæðagreiðsluna sem réttlætt gætu lægra lánshæfismat, titrings á vettvangi skuldatrygginga hafi ekki orðið vart, kjaraviðræður haldi áfram og ekki sé merkjanlegur minni áhugi á erlendri fjárfestingu á Íslandi. „Það var meira að segja bein erlend fjárfesting í íslenskum banka á mánudeginum eftir atkvæðagreiðsluna.“ Þá bendir Árni Páll á að hvað fjárfesta varði muni ekki miklu á núverandi einkunn með neikvæðum horfum og lægri einkunn þar sem horfur væru stöðugar. - óká Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Vandalaust er að skýra stöðu Icesave-deilunnar erlendis og skilningur er ytra á þeirri afstöðu þjóðarinnar að ekki hafi verið rétt að semja um skuldbindingu á meðan hún væri óljós, að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Í þrotabúi bankans eru eignir og Ísland í fínum málum sem land. Við erum að ná betri árangri en flest önnur lönd við að komast út úr kreppunni. Og umgjörðin sem við höfum sett utan um skuldaúrvinnslu vekur athygli og er talin til eftirbreytni í öðrum löndum,“ segir Árni Páll. Hann kveður áherslu hafa verið lagða á það í viðræðum við önnur lönd og greiningarfyrirtæki að ekki sé um neinar vanefndir af hálfu Íslands að ræða þegar kemur að Icesave. „Ísland hefur bæði vilja og getu til að standa við sínar skuldbindingar. Þær þurfa bara að vera á hreinu.“ Þá segir Árni Páll engar þær aðstæður hafa komið upp eftir Icesave-atkvæðagreiðsluna sem réttlætt gætu lægra lánshæfismat, titrings á vettvangi skuldatrygginga hafi ekki orðið vart, kjaraviðræður haldi áfram og ekki sé merkjanlegur minni áhugi á erlendri fjárfestingu á Íslandi. „Það var meira að segja bein erlend fjárfesting í íslenskum banka á mánudeginum eftir atkvæðagreiðsluna.“ Þá bendir Árni Páll á að hvað fjárfesta varði muni ekki miklu á núverandi einkunn með neikvæðum horfum og lægri einkunn þar sem horfur væru stöðugar. - óká
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira