Jóhanna þrýstir á Ólaf Ragnar HA skrifar 8. maí 2011 18:47 Forsætisráðuneytið hefur ítrekað þrýst á forseta Íslands til að setja sér siðareglur en mælst er til þess í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ekkert hefur orðið af því og skilja má af bréfasamskiptum embættanna tveggja að forsetanum finnist forsætisráðuneytið vera með of mikla afskiptasemi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, var töluvert gagnrýndur fyrir þátttöku sína í útrásinni. Í siðferðiskafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þótti hann hafa gengið mjög langt í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Mælst var til þess að forsetaembættið setti sér siðareglur um hvernig forsetinn ætti að veita viðskiptalífinu stuðning. Embættið hefur enn ekki sett sér slíkar siðareglur. Forsætisráðuneytið hefur hins vegar reynt að fylgja tillögum skýrslunnar eftir og hvatt forsetann til að setja embættinu siðareglur í þremur bréfum í júní og júlí í fyrra. Af viðbrögðum forsetans má skilja að honum þyki forsætisráðuneytið vera með óþarfa afskiptasemi af embætti hans. Fréttastofa fékk öll bréfin sem ráðuneytið sendi forsetanum í krafti upplýsingalaga. Í fyrsta bréfi forsætisráðuneytisins er óskað eftir viðhorfum forsetaembættisins og hvernig það hyggist fylgja tillögum skýrslunnar eftir. Við því berst stutt svar frá forsetaembættinu sem fréttastofan hefur einnig undir höndum. Þar segir að á fundi forsetans og forsætisráðherra 25. júní hafi komið fram að bréf forsætisráðuneytisins byggi á margháttuðum misskilningi og því væru ekki forsendur til að bregðast við því. Þá óskar forsætisráðuneytið eftir skriflegum rökstuðningi við bréfi forsetans og segir skilning ráðuneytisins hafa verið annan. Þá er ítrekað óskað eftir því hver viðhorf forsetans séu um setningu siðareglna. En því miður er ekki hægt að greina frá rökstuddum svörum forsetans frá 13.júlí í fyrra, þar sem forseti Íslands hefur neitað fréttastofu um aðgang að því svarbréfi. Í synjunarbréfi forsetaritara til fréttastofu segir að verði svarið birt yrði í fyrsta skipti skapað það fordæmi að afhenda fjölmiðlum tiltölulega nýleg bréf forseta til forsætisráðherra. Í svarbréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við óbirtu bréfi forsetans má hins vegar draga þá ályktun að forsetanum hafi ekki líkað bréfsendingar hennar. Þar segir Jóhanna: „Fram kemur í bréfi yðar að þér teljið óskiljanlegt hvers vegna forsætisáðuneytið hafi afskipti af málum forsetaembættisins með þessum hætti..." og útskýrir ennfremur „Bréfið fól í sér beiðni um tilteknar upplýsingar en í því voru hvorki tilskipanir né ,,rakalaus tilraun til íhlutunar í samskipti forsetaembættisins og Alþingis, eins og þér haldið fram í bréfi yðar og er ástæða til að mótmæla þessari framsetningu af yðar hálfu." Af samskiptum forsetans og forsætisráðherra má í raun túlka að forsetinn sjái hreinlega ekki ástæðu til að setja embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu rannsóknarnefndar enda er liðið rúmt ár frá því skýrslan kom út. Fréttastofa hefur hins vegar kært þá ákvörðun forsetaembættisins til úrskurðarnefndar upplýsingamála að neita að afhenda svarbréfið til forsætisráðuneytisins. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur ítrekað þrýst á forseta Íslands til að setja sér siðareglur en mælst er til þess í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ekkert hefur orðið af því og skilja má af bréfasamskiptum embættanna tveggja að forsetanum finnist forsætisráðuneytið vera með of mikla afskiptasemi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, var töluvert gagnrýndur fyrir þátttöku sína í útrásinni. Í siðferðiskafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þótti hann hafa gengið mjög langt í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Mælst var til þess að forsetaembættið setti sér siðareglur um hvernig forsetinn ætti að veita viðskiptalífinu stuðning. Embættið hefur enn ekki sett sér slíkar siðareglur. Forsætisráðuneytið hefur hins vegar reynt að fylgja tillögum skýrslunnar eftir og hvatt forsetann til að setja embættinu siðareglur í þremur bréfum í júní og júlí í fyrra. Af viðbrögðum forsetans má skilja að honum þyki forsætisráðuneytið vera með óþarfa afskiptasemi af embætti hans. Fréttastofa fékk öll bréfin sem ráðuneytið sendi forsetanum í krafti upplýsingalaga. Í fyrsta bréfi forsætisráðuneytisins er óskað eftir viðhorfum forsetaembættisins og hvernig það hyggist fylgja tillögum skýrslunnar eftir. Við því berst stutt svar frá forsetaembættinu sem fréttastofan hefur einnig undir höndum. Þar segir að á fundi forsetans og forsætisráðherra 25. júní hafi komið fram að bréf forsætisráðuneytisins byggi á margháttuðum misskilningi og því væru ekki forsendur til að bregðast við því. Þá óskar forsætisráðuneytið eftir skriflegum rökstuðningi við bréfi forsetans og segir skilning ráðuneytisins hafa verið annan. Þá er ítrekað óskað eftir því hver viðhorf forsetans séu um setningu siðareglna. En því miður er ekki hægt að greina frá rökstuddum svörum forsetans frá 13.júlí í fyrra, þar sem forseti Íslands hefur neitað fréttastofu um aðgang að því svarbréfi. Í synjunarbréfi forsetaritara til fréttastofu segir að verði svarið birt yrði í fyrsta skipti skapað það fordæmi að afhenda fjölmiðlum tiltölulega nýleg bréf forseta til forsætisráðherra. Í svarbréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við óbirtu bréfi forsetans má hins vegar draga þá ályktun að forsetanum hafi ekki líkað bréfsendingar hennar. Þar segir Jóhanna: „Fram kemur í bréfi yðar að þér teljið óskiljanlegt hvers vegna forsætisáðuneytið hafi afskipti af málum forsetaembættisins með þessum hætti..." og útskýrir ennfremur „Bréfið fól í sér beiðni um tilteknar upplýsingar en í því voru hvorki tilskipanir né ,,rakalaus tilraun til íhlutunar í samskipti forsetaembættisins og Alþingis, eins og þér haldið fram í bréfi yðar og er ástæða til að mótmæla þessari framsetningu af yðar hálfu." Af samskiptum forsetans og forsætisráðherra má í raun túlka að forsetinn sjái hreinlega ekki ástæðu til að setja embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu rannsóknarnefndar enda er liðið rúmt ár frá því skýrslan kom út. Fréttastofa hefur hins vegar kært þá ákvörðun forsetaembættisins til úrskurðarnefndar upplýsingamála að neita að afhenda svarbréfið til forsætisráðuneytisins.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira