Erlent

Barnaníðingar fá ekki að taka þátt í hrekkjavöku

Um tvö þúsund heimilislausir kynferðisafbrotamönnum í Kaliforníuríki hefur verið gert að sæta útgöngubanni á hrekkjavöku, sem verður haldin í Bandaríkjunum næstkomandi mánudag.

Stjórnvöld vilja koma í veg fyrir að níðingarnir geti nálgast börn á hrekkjavökunni. Börnin ganga á milli húsa og búða og sníkja nammi, en mörgum þykja þau berskjölduð gagnvart barnaníðingum á þessum degi.

Eftir að lög, sem eru kennd við Jessicu, voru samþykkt í ríkinu árið 2007, hefur heimilislausum kynferðisbrotamönnum fjölgað úr 88 upp í 2000. Lögin kveða á um að dæmdum barnaníðingum er bannað að búa nærri skólum og almenningsgörðum.

Yfirvöld munu því koma á fót nokkurskonar skýlum þar sem kynferðisafbrotamennirnir þurfa að dúsa á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×