Erlent

Óeirðir í Egyptalandi

Mótmælendur í Egyptalandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mótmælendur í Egyptalandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Hundruðir kristinna manna mótmæla nú á götum Kairó í Egyptalandi vegna niðurrifs kirkju í sveitaþorpi. Samkvæmt ríkissjónvarpi Egyptalands er hefur einn maður látist í óeirðum nú þegar.

Mótmælin eru leidd af nokkrum biskupum úr koptísku kirkjunni (e. Coptic Orthodox Church) en það er opinbert nafn stærstu kirkju kristinna manna í Egyptalandi og Mið-Austurlöndum. Mótmælin áttu að fara friðsamlega fram, en fóru fljótt úr böndunum þegar fólk á svölum hóf að grýta mótmælendurna með steinum. Nú ríkir fullkomin ringulreið á götum borgarinnar.

Mótmælendurnir krefjast þess að kirkjan verði endurbyggð og ríkisstjórinn sem fyrirskipaði niðurrif hennar segi af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×