Innlent

Samband komið á farsíma

Farsímaþjónusta Vodafone er nú komin í lag, eftir að hafa legið niðri vegna bilunar í dreifikerfi Nova og Vodafone. Kerfið lá niðri frá um klukkan hálf sex í dag til átta.

Tæknimenn hófust handa við að leysa vandann um leið og hans var vart og fljótlega tókst að greina orsök hans.

Liv Berþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, telur mögulegt að truflanir verði á sambandinu aftur síðar í kvöld.

Vodafone lítur málið mjög alvarlegum augum og hefur þegar hafist handa við að tryggja að bilun af þessu tagi valdi ekki aftur þjónusturofi eins og nú varð.

Fyrirtækin biðja viðskiptavini sína afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×