Innlent

Komu í veg fyrir tjón á Túngötu 6

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn komu í veg fyrir að tjón hlytist af á Túngötu 6. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitamenn komu í veg fyrir að tjón hlytist af á Túngötu 6. Mynd/ Vilhelm.
Það er farið að hægjast örlítið um hjá björgunarsveitamönnum eftir erilsaman dag. Björgunarsveitir sinntu í heild yfir 400 aðstoðarbeiðnum, þar af voru um 240 á höfuðborgarsvæðinu og 140 á Suðurnesjum auk nokkurra annarsstaðar.

„Þetta var bara ansi hvasst, á Suðurnesjunum sérstaklega. Þetta var svona hvassara en við áttum von á og hvassara en við höfðum fengið lengi,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Víða í Reykjavík brotnuðu tré eða rifnuðu upp með rótum. Það gerðist til dæmis við Túngötu 6, þar sem eitt sinn voru höfuðstöðvar Baugs, en björgunarsveitamenn og slökkviliðsmenn komu í veg fyrir að stórtjón hlytist af.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×