Mengun gæti breytt ásýnd Þingvallavatns 5. september 2011 06:00 Umferð um þjóðveginn austan við Þingvelli hefur þrefaldast frá því nýr vegur var lagður um Lyngdalsheiði. Fréttablaðið/Pjetur Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Auka þarf eftirlit með mengun frá veginum segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist," segir Ólafur. Bílaumferð um Þingvelli hefur þrefaldast milli ára. Í fyrra fóru að meðaltali um 260 bílar um veginn á sólarhring samanborið við um 770 bíla í ár. Miðað við meðalfjölda í hverjum bíl má búast við að um ein milljón manns fari um þjóðgarðinn í ár. Þegar ákveðið var að leggja nýjan veg um Lyngdalsheiði, austan við Þingvelli, var ákveðið að fylgjast náið með mengun frá bílaumferð um þjóðgarðinn, og þeim áhrifum sem hún kynni að hafa á Þingvallavatn. „Við munum fylgja þeirri ákvörðun vel eftir," segir Ólafur. „Ég tel að það þurfi að bæta mælingarnar, bæði koma með nýjar tegundir af mælingum og mæla á nýjum stöðum. Núna er eingöngu mælt í Mjóanesi, sem er bær austan við vatnið, og mælingarnar eru mjög takmarkaðar." Ólafur segir að fylgjast verði með mengun sem fellur við veginn, svo sem tjöru, sóti og gúmmíi úr dekkjum, en einnig verði að fylgjast grannt með loftmengun sem fylgi auknum umferðarþunga. brjann@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Auka þarf eftirlit með mengun frá veginum segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist," segir Ólafur. Bílaumferð um Þingvelli hefur þrefaldast milli ára. Í fyrra fóru að meðaltali um 260 bílar um veginn á sólarhring samanborið við um 770 bíla í ár. Miðað við meðalfjölda í hverjum bíl má búast við að um ein milljón manns fari um þjóðgarðinn í ár. Þegar ákveðið var að leggja nýjan veg um Lyngdalsheiði, austan við Þingvelli, var ákveðið að fylgjast náið með mengun frá bílaumferð um þjóðgarðinn, og þeim áhrifum sem hún kynni að hafa á Þingvallavatn. „Við munum fylgja þeirri ákvörðun vel eftir," segir Ólafur. „Ég tel að það þurfi að bæta mælingarnar, bæði koma með nýjar tegundir af mælingum og mæla á nýjum stöðum. Núna er eingöngu mælt í Mjóanesi, sem er bær austan við vatnið, og mælingarnar eru mjög takmarkaðar." Ólafur segir að fylgjast verði með mengun sem fellur við veginn, svo sem tjöru, sóti og gúmmíi úr dekkjum, en einnig verði að fylgjast grannt með loftmengun sem fylgi auknum umferðarþunga. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira