Innlent

Fagna áformum kínverska kaupsýslumannsins

Félagið vill funda með Nubo við fyrsta tækifæri.
Félagið vill funda með Nubo við fyrsta tækifæri.
Framsýn - stéttarfélag hvetur stjórnvöld og aðra til þess að vinna þétt og styðjandi við þá aðila sem vinni að því að styrkja- og bæta atvinnu- og mannlíf í Þingeyjarsýslum. Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsis í gær voru fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum rædd.

Grímsstaðir eru á félagssvæði Framsýnar og því koma félagsmenn til með að starfa við ferðaþjónustuna verði hún að veruleika. Samþykkt var að óska þegar í stað eftir fundi með Huang varðandi hugsanlega uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á næstu árum. Félagið fagnar jafnframt jákvæðum fréttum um áhuga framtakssamra aðila á að auka umsvif á svæðinu og nýta til þess umhverfi, hugvit og auðlindir svæðisins í sátt við umhverfið eins og segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×