Ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt - og svíkja fé út úr fólki 5. september 2011 12:30 Björn Bragi Mikkelsson eyðilagði húsið sitt með beltagröfu. Hann eyðilagði einnig bílinn sinn, en var ekki ákærður fyrir það. Dómsmál gegn Birni Braga Mikkelssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Björn Bragi mætti ekki í þingfestinguna. Björn er meðal annars ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt á Álftanesi í júní árið 2009. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. Björn Bragi skemmdi einbýlishúsið sitt með beltagröfu á þjóðhátíðardaginn fyrir tveimur árum síðan. Málið þótti vera miskunnarlaus birtingamynd afleiðinga bankahrunsins. Í viðtali við Fréttablaðið nokkrum dögum eftir að hann eyðilagði húsið, sagði hann að ástæðan hafi verið sú að annars hefði hann þurft að afsala húsinu í hendur sýslumannsins. En Björn er einnig ákærður fyrir fjársvik, skilasvik og meiriháttar bókhaldssvik. Þá er hann sakaður um að hafa svikið par um sjö milljónir króna sem þau greiddu inn á reikning félags í hans eigu. Greiðslan var vegna einingahús. Greiðslan átti að fara til framleiðanda í Finnlandi en þangað barst hún aldrei. Þá er Björn einnig ákærður fyrir að svíkja fjórar milljónir með sama hætti af öðrum manni. Greiðslur fólksins fóru inn á reikning félags Björns Braga en fjármunir á þeim reikningi voru ýmist nýttir í rekstur félagsins eða í persónuleg útgjöld ákærða, áður en það var að lokum tekið til gjaldþrotaskipta að því er greinir frá í ákæruskjali. Í viðtali við Vísi sumarið 2009 var hann inntur eftir meintum fjársvikum gagnvart viðskiptavinum sínum. Björn sagði þá að hann hefði ætlað að selja húsið sitt til þess að bæta fyrir tjónið sem hann olli. Eignarhlutur hans í húsinu hafi hinsvegar horfið þegar gengi krónunnar hrundi. Hann segist hafa átt rúmar 35 milljónir í húsinu áður en allt hrundi. Um parið sem Vísir ræddi við sagði Björn: „Þetta er toppfólk. Þvílíkt fyrirmyndarfólk en ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þau skilurðu? Ég er ekki búinn að hafa það gott yfir þessu góða fólki." Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dómsmál gegn Birni Braga Mikkelssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Björn Bragi mætti ekki í þingfestinguna. Björn er meðal annars ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt á Álftanesi í júní árið 2009. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. Björn Bragi skemmdi einbýlishúsið sitt með beltagröfu á þjóðhátíðardaginn fyrir tveimur árum síðan. Málið þótti vera miskunnarlaus birtingamynd afleiðinga bankahrunsins. Í viðtali við Fréttablaðið nokkrum dögum eftir að hann eyðilagði húsið, sagði hann að ástæðan hafi verið sú að annars hefði hann þurft að afsala húsinu í hendur sýslumannsins. En Björn er einnig ákærður fyrir fjársvik, skilasvik og meiriháttar bókhaldssvik. Þá er hann sakaður um að hafa svikið par um sjö milljónir króna sem þau greiddu inn á reikning félags í hans eigu. Greiðslan var vegna einingahús. Greiðslan átti að fara til framleiðanda í Finnlandi en þangað barst hún aldrei. Þá er Björn einnig ákærður fyrir að svíkja fjórar milljónir með sama hætti af öðrum manni. Greiðslur fólksins fóru inn á reikning félags Björns Braga en fjármunir á þeim reikningi voru ýmist nýttir í rekstur félagsins eða í persónuleg útgjöld ákærða, áður en það var að lokum tekið til gjaldþrotaskipta að því er greinir frá í ákæruskjali. Í viðtali við Vísi sumarið 2009 var hann inntur eftir meintum fjársvikum gagnvart viðskiptavinum sínum. Björn sagði þá að hann hefði ætlað að selja húsið sitt til þess að bæta fyrir tjónið sem hann olli. Eignarhlutur hans í húsinu hafi hinsvegar horfið þegar gengi krónunnar hrundi. Hann segist hafa átt rúmar 35 milljónir í húsinu áður en allt hrundi. Um parið sem Vísir ræddi við sagði Björn: „Þetta er toppfólk. Þvílíkt fyrirmyndarfólk en ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þau skilurðu? Ég er ekki búinn að hafa það gott yfir þessu góða fólki."
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira