Ellilífeyrisþegar gætu þurft að greiða fyrir þvott og mat 5. september 2011 18:58 Heimilismenn á dvalarheimilum gætu þurft að greiða sérstaklega fyrir sjúkraþjálfun, þvott og mat ef niðurskurðartillögur stjórnvalda ná fram að ganga. Dvalarheimilið Hrafnista þarf að skera niður um allt að áttatíu milljónir ef af verður. Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduð í síðustu viku með fulltrúum velferðaráðuneytisins þar sem þeim var sagt að til stæði að skera niður framlög ríkisins til þeirra um tvö prósent á næsta ári. Niðurskurðurinn hefur áhrif víða en samtökunum tilheyra þrjátíu og þrjú öldrunar- og hjúkrunarheimili svo og meðferðaheimili. Á meðal þeirra sem sjá fram á að þurfa að skera niður eru Hrafnistuheimilin en þar þarf að skera niður um sjötíu til áttatíu milljónir á næsta ári ef af verður. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, segir að verulega hafi verið hagrætt á síðustu þremur árum og að ekki verði farið í frekari niðurskurð án þess að skerða þjónustu við þá sem dvelja á heimilunum. „Allir landsmenn þekkja þær kostnaðarhækkanir sem hafa verið að undanförnu og eru áfram eins og á matvöru og launahækkanir. Laun eru orðin að verða 80% af okkar rekstrarkostnaði. Það eru launahækkanir á þessu ári sem verða áfram á næsta ári. Við bara sjáum ekki fram úr hvernig við leysum frekari hagræðingu." Pétur segir engar ákvarðanir enn liggja fyrir um hvernig niðurskurðinum verði mætt. „Við náttúrulega verðum að borga reikningana okkar eins og aðrir og eiga fyrir launum starfsfólks. Það er þá í raun bara tvennt að gera. Það er að hætta einhverri lögbundinni þjónustu, hvað sem það verður, eða þá taka upp einhverskonar gjaldtöku meðal heimilismanna eða eitthvað þess háttar." Gjaldtakan geti verið á nokkrum sviðum. „Það væri þá að taka kannski upp einhver inntökugjöld. Eða þá fólk færi að taka þátt í greiðslu sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, þvottakostnaði eða jafnvel mat." Pétur segir að nóg sé komið af niðurskurði í velferðakerfinu. Hann óttast mjög áhrifin ef að áformunum verður haldið til streitu en bindur vonir við að svo verði ekki. „Ég trúi því nú varla að þingmenn landsins fari að samþykkja þetta og koma svona illa fram við aldraða íslenska borgara. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það gerast," segir Pétur að lokum. Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Heimilismenn á dvalarheimilum gætu þurft að greiða sérstaklega fyrir sjúkraþjálfun, þvott og mat ef niðurskurðartillögur stjórnvalda ná fram að ganga. Dvalarheimilið Hrafnista þarf að skera niður um allt að áttatíu milljónir ef af verður. Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduð í síðustu viku með fulltrúum velferðaráðuneytisins þar sem þeim var sagt að til stæði að skera niður framlög ríkisins til þeirra um tvö prósent á næsta ári. Niðurskurðurinn hefur áhrif víða en samtökunum tilheyra þrjátíu og þrjú öldrunar- og hjúkrunarheimili svo og meðferðaheimili. Á meðal þeirra sem sjá fram á að þurfa að skera niður eru Hrafnistuheimilin en þar þarf að skera niður um sjötíu til áttatíu milljónir á næsta ári ef af verður. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, segir að verulega hafi verið hagrætt á síðustu þremur árum og að ekki verði farið í frekari niðurskurð án þess að skerða þjónustu við þá sem dvelja á heimilunum. „Allir landsmenn þekkja þær kostnaðarhækkanir sem hafa verið að undanförnu og eru áfram eins og á matvöru og launahækkanir. Laun eru orðin að verða 80% af okkar rekstrarkostnaði. Það eru launahækkanir á þessu ári sem verða áfram á næsta ári. Við bara sjáum ekki fram úr hvernig við leysum frekari hagræðingu." Pétur segir engar ákvarðanir enn liggja fyrir um hvernig niðurskurðinum verði mætt. „Við náttúrulega verðum að borga reikningana okkar eins og aðrir og eiga fyrir launum starfsfólks. Það er þá í raun bara tvennt að gera. Það er að hætta einhverri lögbundinni þjónustu, hvað sem það verður, eða þá taka upp einhverskonar gjaldtöku meðal heimilismanna eða eitthvað þess háttar." Gjaldtakan geti verið á nokkrum sviðum. „Það væri þá að taka kannski upp einhver inntökugjöld. Eða þá fólk færi að taka þátt í greiðslu sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, þvottakostnaði eða jafnvel mat." Pétur segir að nóg sé komið af niðurskurði í velferðakerfinu. Hann óttast mjög áhrifin ef að áformunum verður haldið til streitu en bindur vonir við að svo verði ekki. „Ég trúi því nú varla að þingmenn landsins fari að samþykkja þetta og koma svona illa fram við aldraða íslenska borgara. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það gerast," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira