Aron Bjarki: Þurfti allt í einu að vera maðurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 10:30 Kjartan Henry Finnbogson gaf liðsfélaga sínum viðurnefnið "rauðhærði Nesta“ eftir sigurmarkið á móti Keflavík. fréttablaðið/daníel „Maður hugsar alltaf um að boltinn sé að koma fyrir og maður verði að negla sér á þetta," sagði Aron Bjarki Jósepsson, hetja KR-inga í 3-2 sigurleiknum gegn Keflavík á fimmtudagskvöld. Húsvíkingurinn rauðhærði skoraði sigurmarkið í viðbótartíma af harðfylgi eftir hornspyrnu. Óhætt er að segja að leikmenn KR hafi fagnað Aroni Bjarka vel. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri búinn að skora. Ég lá bara á jörðinni og allt í einu voru allir komnir í eina hrúgu. Ég vissi ekkert hvað var að gerast," sagði Aron Bjarki. Hann segir að hungur hafi verið komið í leikmenn liðsins að klára leik, ná sigri. Hlutirnir höfðu ekki verið að falla með liðinu í leikjunum á undan þrátt fyrir að það hefði verið betri aðilinn. „Við tókum samt góðan skammt út í byrjun tímabils," viðurkennir Aron, en velgengni KR-inga í öllum keppnum langt fram eftir sumri var með ólíkindum. "Annars ertu tekinn og borðaður“Aron Bjarki er uppalinn á Húsavík, þar sem hann steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Völsungs aðeins sautján ára. Hann telur það hafa hjálpað sér mikið að byrja snemma að spila með meistaraflokki. Það sé tækifæri sem ungir leikmenn á höfuðborgarsvæðinu fái ekki alltaf. „Meistaraflokkur er miklu alvarlegri en þessi 2. flokkur þótt þar sé marga góða fótboltamenn að finna. Í meistaraflokki þarf strax að taka hlutina alvarlega og gera þá almennilega. Annars ertu tekinn og borðaður," segir Aron, sem segist hafa verið ótrúlega heppinn með hvernig ferill hans hafi þróast. Sumarið 2008 hafi þó breytt miklu í þróun hans sem knattspyrnumanns. Heimsótti einmana Serbann reglulega„Jónas Hallgrímsson tók þann pól í hæðina fyrir tímabilið 2008 að ungu strákarnir fengju að spila. Við vorum allir settir í byrjunarliðið og spiluðum sumarið í 2. deild. Við féllum reyndar en ég held að þetta sumar sé ástæða þess að það hafi ræst eitthvað úr manni í fótboltanum," segir Aron, sem ber Jónasi vel söguna. Hann hafi verið mikill pælari sem hafi gefið leikmönnum skýr fyrirmæli um hvernig þeir ættu að spila. „Þegar ég fékk þennan séns í byrjunarliðinu og var orðinn fyrirliði þurfti ég bara allt í einu að vera maðurinn," segir Aron. Hann segir það hafa hjálpað sér mikið að hafa Serbann Streten Djurovic við hlið sér í vörninni. „Þetta var fyrsta sumarið mitt sem miðvörður og það nýttist mér vel að hafa einn reyndan Serba sem ég gat talað við allan leikinn. Ég kíkti líka til hans á kvöldin og sá gamli var duglegur að segja mér til. Hann bjó einn í einhverju ruslhúsi og mér leið svo illa að hann væri þarna einn. Ég kíkti reglulega á hann og við spjölluðum heilmikið um fótbolta." Velti fyrir sér að fara í lánAron Bjarki gekk til liðs við KR í ársbyrjun 2009. Hann segist hafa sett sér það þriggja ára markmið að stimpla sig inn í liðið hjá KR. Hann var lánaður til uppeldisfélags síns sumrin 2009 og 2010. Í vetur spilaði hann síðan reglulega í vörninni hjá KR og reiknaði með að svipað yrði uppi á teningnum í sumar. „Ég hélt ég myndi byrja en Rúnar prófaði Skúla (Jón Friðgeirsson) og hann spilaði eins og herforingi í miðverðinum þannig að það var ekkert hægt að taka hann út úr liðinu," segir Aron, sem mátti sætta sig við bekkjarsetu fyrri hluta mótsins. KR-ingum gekk allt í haginn og lítil ástæða var til að hræra í liðinu. Aron Bjarki segist hafa haft ótrúlega gaman af því að vera hluti af liðinu í velgengninni framan af. Þetta hafi verið svo nýtt fyrir honum. Í júlí hafi honum þó verið farið að leiðast þófið. „Ég ræddi við Rúnar hvort ég ætti ekki að fara á lán eitthvert. Rúnar sagðist vilja halda mér og það var nóg fyrir mig. Hann er toppmaður og ég hef mikla trú á því sem hann er að gera. Það hlaut að koma að því að það kæmi eitthvað fyrir Skúla eða Grétar og þá var ég næstur inn í liðið. Ég ákvað að klára þetta og verða Íslands- og bikarmeistari. Nú verðum við bara að klára þetta." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Maður hugsar alltaf um að boltinn sé að koma fyrir og maður verði að negla sér á þetta," sagði Aron Bjarki Jósepsson, hetja KR-inga í 3-2 sigurleiknum gegn Keflavík á fimmtudagskvöld. Húsvíkingurinn rauðhærði skoraði sigurmarkið í viðbótartíma af harðfylgi eftir hornspyrnu. Óhætt er að segja að leikmenn KR hafi fagnað Aroni Bjarka vel. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri búinn að skora. Ég lá bara á jörðinni og allt í einu voru allir komnir í eina hrúgu. Ég vissi ekkert hvað var að gerast," sagði Aron Bjarki. Hann segir að hungur hafi verið komið í leikmenn liðsins að klára leik, ná sigri. Hlutirnir höfðu ekki verið að falla með liðinu í leikjunum á undan þrátt fyrir að það hefði verið betri aðilinn. „Við tókum samt góðan skammt út í byrjun tímabils," viðurkennir Aron, en velgengni KR-inga í öllum keppnum langt fram eftir sumri var með ólíkindum. "Annars ertu tekinn og borðaður“Aron Bjarki er uppalinn á Húsavík, þar sem hann steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Völsungs aðeins sautján ára. Hann telur það hafa hjálpað sér mikið að byrja snemma að spila með meistaraflokki. Það sé tækifæri sem ungir leikmenn á höfuðborgarsvæðinu fái ekki alltaf. „Meistaraflokkur er miklu alvarlegri en þessi 2. flokkur þótt þar sé marga góða fótboltamenn að finna. Í meistaraflokki þarf strax að taka hlutina alvarlega og gera þá almennilega. Annars ertu tekinn og borðaður," segir Aron, sem segist hafa verið ótrúlega heppinn með hvernig ferill hans hafi þróast. Sumarið 2008 hafi þó breytt miklu í þróun hans sem knattspyrnumanns. Heimsótti einmana Serbann reglulega„Jónas Hallgrímsson tók þann pól í hæðina fyrir tímabilið 2008 að ungu strákarnir fengju að spila. Við vorum allir settir í byrjunarliðið og spiluðum sumarið í 2. deild. Við féllum reyndar en ég held að þetta sumar sé ástæða þess að það hafi ræst eitthvað úr manni í fótboltanum," segir Aron, sem ber Jónasi vel söguna. Hann hafi verið mikill pælari sem hafi gefið leikmönnum skýr fyrirmæli um hvernig þeir ættu að spila. „Þegar ég fékk þennan séns í byrjunarliðinu og var orðinn fyrirliði þurfti ég bara allt í einu að vera maðurinn," segir Aron. Hann segir það hafa hjálpað sér mikið að hafa Serbann Streten Djurovic við hlið sér í vörninni. „Þetta var fyrsta sumarið mitt sem miðvörður og það nýttist mér vel að hafa einn reyndan Serba sem ég gat talað við allan leikinn. Ég kíkti líka til hans á kvöldin og sá gamli var duglegur að segja mér til. Hann bjó einn í einhverju ruslhúsi og mér leið svo illa að hann væri þarna einn. Ég kíkti reglulega á hann og við spjölluðum heilmikið um fótbolta." Velti fyrir sér að fara í lánAron Bjarki gekk til liðs við KR í ársbyrjun 2009. Hann segist hafa sett sér það þriggja ára markmið að stimpla sig inn í liðið hjá KR. Hann var lánaður til uppeldisfélags síns sumrin 2009 og 2010. Í vetur spilaði hann síðan reglulega í vörninni hjá KR og reiknaði með að svipað yrði uppi á teningnum í sumar. „Ég hélt ég myndi byrja en Rúnar prófaði Skúla (Jón Friðgeirsson) og hann spilaði eins og herforingi í miðverðinum þannig að það var ekkert hægt að taka hann út úr liðinu," segir Aron, sem mátti sætta sig við bekkjarsetu fyrri hluta mótsins. KR-ingum gekk allt í haginn og lítil ástæða var til að hræra í liðinu. Aron Bjarki segist hafa haft ótrúlega gaman af því að vera hluti af liðinu í velgengninni framan af. Þetta hafi verið svo nýtt fyrir honum. Í júlí hafi honum þó verið farið að leiðast þófið. „Ég ræddi við Rúnar hvort ég ætti ekki að fara á lán eitthvert. Rúnar sagðist vilja halda mér og það var nóg fyrir mig. Hann er toppmaður og ég hef mikla trú á því sem hann er að gera. Það hlaut að koma að því að það kæmi eitthvað fyrir Skúla eða Grétar og þá var ég næstur inn í liðið. Ég ákvað að klára þetta og verða Íslands- og bikarmeistari. Nú verðum við bara að klára þetta."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira