Erlent

Öreindir fóru örlítið hraðar en ljósið

Öreindahraðallinn í CERN. Þarna þjóta öreindirnar hring eftir hring á ofsahraða, vísindamönnum stundum til mestu furðu.
Öreindahraðallinn í CERN. Þarna þjóta öreindirnar hring eftir hring á ofsahraða, vísindamönnum stundum til mestu furðu. nordicphotos/AFP
Vísindamenn í Sviss segjast ekki hafa séð betur en öreindir, sem þeir gerðu tilraunir með í CERN-öreindahraðlinum, hafi farið á 299.798 kílómetra hraða á sekúndu.

Þetta er örlítið meiri hraði en ljóshraðinn, sem er 299.792 kílómetrar á sekúndu. Þar með virðist hin alþekkta kenning Alberts Einstein um að ekkert geti farið hraðar en ljósið vera fallin.

„Flestir hafa það á tilfinningunni að þetta geti ekki verið rétt, þetta geti ekki verið raunverulegt,“ sagði James Gilles, talsmaður CERN, og hafði allan fyrirvara á niðurstöðum rannsóknanna.

Reynist þær hins vegar réttar munu þær kollvarpa mörgum helstu grundvallarkenningum eðlisfræðinnar.

„Okkur þætti það frábært ef þetta er rétt, því okkur finnst svo gaman að öllu sem hreyfir við undirstöðum þess sem við trúum á,“ sagði Brian Greene, eðlisfræðingur við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. „Út á það gengur líf okkar.“- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×