Erlent

Þingkosningar á Spáni í dag

Jose Luis Zapatero t.h. ætlar ekki að gefa kost á sér á ný.
Jose Luis Zapatero t.h. ætlar ekki að gefa kost á sér á ný.
Þingkosningar fara fram á Spáni í dag og voru kjörstaðir opnaðir klukkan átta að íslenskum tíma. Talið er að hægrimenn muni vinna stórsigur yfir sitjandi vinstri ríkisstjórn.

Jose Luis Zapatero núverandi forsætisráðherra sækist ekki eftir endurkjöri. Spánn hefur gengið í gegnum mikið samdráttarskeið að undanförnu. Næstum fimm milljónir eða yfir tuttugu prósent íbúa landsins eru atvinnulaus og hefur kosningabaráttan snúist í kringum efnahagsmál og hafa hægrimenn verið gagnrýndir fyrir að ætla að skera umtalsvert niður til heilbrigðis og menntamála.

Ljóst er að sá sem sigrar í dag mun þurfa að vinna hratt til að endurvekja trú á spænskum mörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×