Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst 20. nóvember 2011 16:37 Frá landsfundi. „Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira