Fjórðungur íbúða verði til útleigu 21. júlí 2011 16:05 Hvað leigufélög varðar þá gæti framlag borgarinnar falist í lóðum, fasteignum eða beinum framlögum. Stefna á að því að leigu- og eða búseturéttaríbúðir verði um fjórðungur af öllu íbúðarhúsnæði í Reykjavík en hlutfall þeirra í dag er vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði. Þá á að kanna kosti og galla þess að borgin taki þátt í að byggja upp með beinum hætti leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem finna má í tillögu að nýrri húsnæðisstefnu Reykjavíkur til ársins 2020 og kynnt var í borgarráði í morgun. „Meginstefnumið felast í því að tryggja öllum borgarbúum öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði hvort sem þeir þurfa stuðning vegna húsnæðismála eða ekki. Stefnt er að því að hafa fjölbreytt framboð á íbúðum í öllum hverfum borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í starfshópnum sátu Björk Vilhelmsdóttir, Páll Hjaltason, Geir Sveinsson og Elín Sigurðardóttir. Í tillögum að stefnumótun er kveðið á um að við skipulag íbúðahverfa skuli tryggt að fimmtungur íbúða a.m.k. miðist við þarfir tekjuminni hópa. Starfshópurinn leggur til að í nýjum hverfum miðsvæðis, s.s. í Vatnsmýri, við Mýrargötu, Hlemm og á Ártúnshöfða verði gert ráð fyrir að leiguhúsnæði verði a.m.k. fjórðungur alls húsnæðis. Með fjölbreyttu framboði á húsnæði hvað varðar stærð, gerð og eignarform megi betur tryggja félagslegan fjölbreytileika.Bein framlög Til að stækka leigumarkaðinn leggur starfshópurinn til að skoðað verði hvort styðja megi við húsnæðissamvinnufélög og félagssamtök með lóðaúthlutunum svo þau geti boðið ungu fólki og tekjulágu upp á leigu- og búseturéttaríbúðir á viðráðanlegum kjörum. Jafnframt að kannaðir verði kostir þess og gallar að Reykjavíkurborg verði kjölfesta í langtíma leigufélögum til að byggja upp varanlegan og öruggan leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu. Framlag borgarinnar gæti falist í lóðum, fasteignum eða beinum framlögum.Létta greiðslubyrði tekjulágs fólks Í tillögum starfshópsins er kveðið á um sérstakan persónubundinn stuðning vegna húsnæðis. Reykjavíkurborg skuli hafa forystu um að samræma húsaleigubætur í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að létta greiðslubyrði tekjulágs fólks sem jafnframt á í félagslegum vanda. Stuðningur verði óháður því hver á eða rekur húsnæðið, hann miðist við aðstæður og greiðslubyrði sérhvers leigjanda. Gert er ráð fyrir að Félagsbústaðir reki áfram húsnæði fyrir þá sem ekki geta leigt á almennum markaði, en lagt til að gerð verði úttekt á rekstrarfyrirkomulaginu og kannað hvort Félagsbústaðir geti sinnt félagslegu húsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þá er lagt til að gert verði átak í aðgengismálum þannig að sérstakir hópar, s.s. aldraðir og öryrkjar, geti valið sér búsetu óháð aldri og líkamlegu eða andlegu ástandi.Borgarbúar komi með ábendingar Tillögur að nýrri húsnæðisstefnu verða sendar til umsagnar hjá hinum ýmsu hagsmunasamtökum, s.s. ASÍ, BSRB, Félagi eldri borgara og Félagsstofnun stúdenta. Jafnframt verður opnuð ábendingargátt á vef Reykjavíkurborgar husnaedisstefna@reykjavik.is og eru borgarbúar hvattir til að kynna sér stefnuna og koma með ábendingar. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Stefna á að því að leigu- og eða búseturéttaríbúðir verði um fjórðungur af öllu íbúðarhúsnæði í Reykjavík en hlutfall þeirra í dag er vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði. Þá á að kanna kosti og galla þess að borgin taki þátt í að byggja upp með beinum hætti leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem finna má í tillögu að nýrri húsnæðisstefnu Reykjavíkur til ársins 2020 og kynnt var í borgarráði í morgun. „Meginstefnumið felast í því að tryggja öllum borgarbúum öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði hvort sem þeir þurfa stuðning vegna húsnæðismála eða ekki. Stefnt er að því að hafa fjölbreytt framboð á íbúðum í öllum hverfum borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í starfshópnum sátu Björk Vilhelmsdóttir, Páll Hjaltason, Geir Sveinsson og Elín Sigurðardóttir. Í tillögum að stefnumótun er kveðið á um að við skipulag íbúðahverfa skuli tryggt að fimmtungur íbúða a.m.k. miðist við þarfir tekjuminni hópa. Starfshópurinn leggur til að í nýjum hverfum miðsvæðis, s.s. í Vatnsmýri, við Mýrargötu, Hlemm og á Ártúnshöfða verði gert ráð fyrir að leiguhúsnæði verði a.m.k. fjórðungur alls húsnæðis. Með fjölbreyttu framboði á húsnæði hvað varðar stærð, gerð og eignarform megi betur tryggja félagslegan fjölbreytileika.Bein framlög Til að stækka leigumarkaðinn leggur starfshópurinn til að skoðað verði hvort styðja megi við húsnæðissamvinnufélög og félagssamtök með lóðaúthlutunum svo þau geti boðið ungu fólki og tekjulágu upp á leigu- og búseturéttaríbúðir á viðráðanlegum kjörum. Jafnframt að kannaðir verði kostir þess og gallar að Reykjavíkurborg verði kjölfesta í langtíma leigufélögum til að byggja upp varanlegan og öruggan leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu. Framlag borgarinnar gæti falist í lóðum, fasteignum eða beinum framlögum.Létta greiðslubyrði tekjulágs fólks Í tillögum starfshópsins er kveðið á um sérstakan persónubundinn stuðning vegna húsnæðis. Reykjavíkurborg skuli hafa forystu um að samræma húsaleigubætur í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að létta greiðslubyrði tekjulágs fólks sem jafnframt á í félagslegum vanda. Stuðningur verði óháður því hver á eða rekur húsnæðið, hann miðist við aðstæður og greiðslubyrði sérhvers leigjanda. Gert er ráð fyrir að Félagsbústaðir reki áfram húsnæði fyrir þá sem ekki geta leigt á almennum markaði, en lagt til að gerð verði úttekt á rekstrarfyrirkomulaginu og kannað hvort Félagsbústaðir geti sinnt félagslegu húsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þá er lagt til að gert verði átak í aðgengismálum þannig að sérstakir hópar, s.s. aldraðir og öryrkjar, geti valið sér búsetu óháð aldri og líkamlegu eða andlegu ástandi.Borgarbúar komi með ábendingar Tillögur að nýrri húsnæðisstefnu verða sendar til umsagnar hjá hinum ýmsu hagsmunasamtökum, s.s. ASÍ, BSRB, Félagi eldri borgara og Félagsstofnun stúdenta. Jafnframt verður opnuð ábendingargátt á vef Reykjavíkurborgar husnaedisstefna@reykjavik.is og eru borgarbúar hvattir til að kynna sér stefnuna og koma með ábendingar.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira