Páll: Kjánalegt að láta ekki aðra leiki fara fram Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. september 2011 20:26 Mynd/Anton Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í kvöld og skildi ekki af hverju aðrir leikir sem áttu að fara fram á höfuðborgarsvæðinu fóru ekki fram í kvöld. „Ég er fyrst of fremst svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Mér fannst við öflugri í seinni hálfleik. Við fengum ágætis upphlaup og stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik en fyrri. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en ekki neitt," sagði Páll eftir leikinn. „Menn halda að spila undan vindi hjálpi eitthvað til og menn eru kannski ekki eins ákveðnir að taka hlaup og bakka hvern annan upp en við vorum skipulagaðari og sterkari í seinni hálfleik. Okkur gekk betur að halda boltanum innan liðsins og það var súrt að fá á sig þetta mark á 90. mínútu og þar með ekki neitt," sagði Páll sem vildi ekki tjá sig um vítið sem tryggði Val sigur á lokamínútunum en hann taldi sitt lið hafa verið rænt víti í fyrri hálfleik. „Maður sér ýmislegt við völlinn. Meðal annars sá ég annars ágætan dómarann taka sprett með flautuna út úr sér. Mér fannst við eiga að fá víti en hann breytti því á einhverri leið. Ég veit ekki hvort hann hefur fengið einhver skilaboð á leiðinni." „Mér fannst að það ætti ekki að fresta einu né neinu þar sem við vorum látnir stíga upp í flugvél og spila hér í dag. Mér finnst afar einkennilegt að ekki hafi verið spilað á fleiri völlum. Það er afar kjánalegt. Persónulega hefðum við alltaf viljað spila þennan leik en það er einkennilegt að öllum öðrum leikjum sé frestað vegna veðurs en það sé ekki of slæmt fyrir okkur norðanmenn að koma í rússíbanaferð í flugvél," sagði Páll en Akureyringarnir hringdu suður í dag áður en þeir stigu upp í flugvél til að ganga úr skugga um að það yrði örugglega leikið. „Við reiknuðum með að það yrði spilað út um alla borg þar sem það er spenna á toppi og botni en kannski var þessi leikur minna merkilegur en aðrir, ég veit það ekki," sagði ósáttur Páll. „Það sem stendur upp úr er að við ætluðum að ná okkur í að minnsta kosti eitt stig. Leikmenn sýndu að við ætluðum að ná í þetta stig en það er eitthvað sem ræður því að við fengum á okkur mark á 90. mínútu. Það er súrsætt að tapa eftir að hafa hlaupið og gefið allt af sér í ofsaveðri í 90 mínútur." „Það var ekki mikið um færi, þetta var út og suður og upp og niður og boltinn mikið útaf, eðlilega. Við áttum ágætis upphlaup og fengum fínt færi rétt áður en þeir skora en við rúllum til og misstum af því. Örlögin eru svona. Þetta er kannski af því að Hlíðarendavöllur er eini spilhæfi völlurinn á landinu undir þessum kringumstæðum, þá er kannski ekki skrítið að þeir nái að kreista fram sigur á þessum frábæra velli," sagði Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í kvöld og skildi ekki af hverju aðrir leikir sem áttu að fara fram á höfuðborgarsvæðinu fóru ekki fram í kvöld. „Ég er fyrst of fremst svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Mér fannst við öflugri í seinni hálfleik. Við fengum ágætis upphlaup og stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik en fyrri. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en ekki neitt," sagði Páll eftir leikinn. „Menn halda að spila undan vindi hjálpi eitthvað til og menn eru kannski ekki eins ákveðnir að taka hlaup og bakka hvern annan upp en við vorum skipulagaðari og sterkari í seinni hálfleik. Okkur gekk betur að halda boltanum innan liðsins og það var súrt að fá á sig þetta mark á 90. mínútu og þar með ekki neitt," sagði Páll sem vildi ekki tjá sig um vítið sem tryggði Val sigur á lokamínútunum en hann taldi sitt lið hafa verið rænt víti í fyrri hálfleik. „Maður sér ýmislegt við völlinn. Meðal annars sá ég annars ágætan dómarann taka sprett með flautuna út úr sér. Mér fannst við eiga að fá víti en hann breytti því á einhverri leið. Ég veit ekki hvort hann hefur fengið einhver skilaboð á leiðinni." „Mér fannst að það ætti ekki að fresta einu né neinu þar sem við vorum látnir stíga upp í flugvél og spila hér í dag. Mér finnst afar einkennilegt að ekki hafi verið spilað á fleiri völlum. Það er afar kjánalegt. Persónulega hefðum við alltaf viljað spila þennan leik en það er einkennilegt að öllum öðrum leikjum sé frestað vegna veðurs en það sé ekki of slæmt fyrir okkur norðanmenn að koma í rússíbanaferð í flugvél," sagði Páll en Akureyringarnir hringdu suður í dag áður en þeir stigu upp í flugvél til að ganga úr skugga um að það yrði örugglega leikið. „Við reiknuðum með að það yrði spilað út um alla borg þar sem það er spenna á toppi og botni en kannski var þessi leikur minna merkilegur en aðrir, ég veit það ekki," sagði ósáttur Páll. „Það sem stendur upp úr er að við ætluðum að ná okkur í að minnsta kosti eitt stig. Leikmenn sýndu að við ætluðum að ná í þetta stig en það er eitthvað sem ræður því að við fengum á okkur mark á 90. mínútu. Það er súrsætt að tapa eftir að hafa hlaupið og gefið allt af sér í ofsaveðri í 90 mínútur." „Það var ekki mikið um færi, þetta var út og suður og upp og niður og boltinn mikið útaf, eðlilega. Við áttum ágætis upphlaup og fengum fínt færi rétt áður en þeir skora en við rúllum til og misstum af því. Örlögin eru svona. Þetta er kannski af því að Hlíðarendavöllur er eini spilhæfi völlurinn á landinu undir þessum kringumstæðum, þá er kannski ekki skrítið að þeir nái að kreista fram sigur á þessum frábæra velli," sagði Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti