Slagkraftur í að sannfæra bandarísku fyrirtækin að lækka ekki Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2011 18:55 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að sannfæra bandarísku lánshæfisfyrirtækin um að lækka ekki lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, fundaði í morgun með ráðherrum í stjórnarráðshúsinu m.a til að ræða viðbrögð og upplýsingagjöf gagnvart amerísku matsfyrirtækjunum Moody's og Standard og Poor's, en hætta var á að þau færðu lánshæfi ríkisins niður vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í eyrum margra kann það að hljóma undarlega en í hinum alþjóðlega bankaheimi hafa þessi fyrirtæki mikil völd og ráða því á hvaða kjörum lán ríkja bjóðast. Því er mikilvægt að sannfæra þau um að lækka ekki lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Undanfarið hafa sérfræðingar Seðlabankans átt í miklum samskiptum við lánshæfisfyrirtækin til að sannfæra þau um að ef þjóðin segði nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni væri íslenskt efnahagskerfi enn traust. Og því væri ekki ástæða til að lækka einkunn ríkisins.Ekki bráðavandi á Íslandi „Í fyrsta lagi leggjum við ríka áherslu á að þeir hafi eins góðar upplýsingar og hægt er. Svo leggjum við áherslu á þann styrk sem er inni í myndinni og ég fór yfir í ræðu minni á ársfundi Seðlabankans, eins og varðandi stöðugleikann sem er að nást og undirliggjandi viðskiptaafgang. Við leggjum líka áherslu á að það er ekki bráðavandi varðandi fjármálastöðugleika af þessum sökum því íslenskt fjármálakerfi vinnur á bak við höft og innlánatryggingu og það er ekki hætta á erlendu áhlaupi á bankana eins og var fyrir hrun. Við leggjum líka áherslu á að þetta mál sé nú að fara í ákveðinn skilgreindan feril og það sé æskilegt að það fái að ljúka þeirri meðferð áður en að einhverjar miklar ákvarðanir eru teknar," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Hann segir að Bandaríkjamennirnir séu meðvitaðir um að Holland og Bretland fái greitt úr þrotabúi Landsbankans. Ertu vongóður um að ykkur takist að sannfæra þessa Bandaríkjamenn um að lækka okkur ekki og sannfæra þá um að það sé ennþá traust kerfið hér, þannig að fyrirtæki eins og Landsvirkjun lendi ekki í fjármögnunarvandræðum? „Það er mjög erfitt að meta líkurnar á þessum tímapunkti. Ég reyni að byggja mitt mat ekki á einhverjum tilfinningum, varðandi vonir eða ótta, heldur áhættumati. Ég held að við munum hafa betri mynd af þessu eftir nokkra daga og ég held að það skipti enn og aftur sköpum að okkur takist að fá þá til að flýta sér ekki of mikið," sagði Már. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að sannfæra bandarísku lánshæfisfyrirtækin um að lækka ekki lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, fundaði í morgun með ráðherrum í stjórnarráðshúsinu m.a til að ræða viðbrögð og upplýsingagjöf gagnvart amerísku matsfyrirtækjunum Moody's og Standard og Poor's, en hætta var á að þau færðu lánshæfi ríkisins niður vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í eyrum margra kann það að hljóma undarlega en í hinum alþjóðlega bankaheimi hafa þessi fyrirtæki mikil völd og ráða því á hvaða kjörum lán ríkja bjóðast. Því er mikilvægt að sannfæra þau um að lækka ekki lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Undanfarið hafa sérfræðingar Seðlabankans átt í miklum samskiptum við lánshæfisfyrirtækin til að sannfæra þau um að ef þjóðin segði nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni væri íslenskt efnahagskerfi enn traust. Og því væri ekki ástæða til að lækka einkunn ríkisins.Ekki bráðavandi á Íslandi „Í fyrsta lagi leggjum við ríka áherslu á að þeir hafi eins góðar upplýsingar og hægt er. Svo leggjum við áherslu á þann styrk sem er inni í myndinni og ég fór yfir í ræðu minni á ársfundi Seðlabankans, eins og varðandi stöðugleikann sem er að nást og undirliggjandi viðskiptaafgang. Við leggjum líka áherslu á að það er ekki bráðavandi varðandi fjármálastöðugleika af þessum sökum því íslenskt fjármálakerfi vinnur á bak við höft og innlánatryggingu og það er ekki hætta á erlendu áhlaupi á bankana eins og var fyrir hrun. Við leggjum líka áherslu á að þetta mál sé nú að fara í ákveðinn skilgreindan feril og það sé æskilegt að það fái að ljúka þeirri meðferð áður en að einhverjar miklar ákvarðanir eru teknar," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Hann segir að Bandaríkjamennirnir séu meðvitaðir um að Holland og Bretland fái greitt úr þrotabúi Landsbankans. Ertu vongóður um að ykkur takist að sannfæra þessa Bandaríkjamenn um að lækka okkur ekki og sannfæra þá um að það sé ennþá traust kerfið hér, þannig að fyrirtæki eins og Landsvirkjun lendi ekki í fjármögnunarvandræðum? „Það er mjög erfitt að meta líkurnar á þessum tímapunkti. Ég reyni að byggja mitt mat ekki á einhverjum tilfinningum, varðandi vonir eða ótta, heldur áhættumati. Ég held að við munum hafa betri mynd af þessu eftir nokkra daga og ég held að það skipti enn og aftur sköpum að okkur takist að fá þá til að flýta sér ekki of mikið," sagði Már. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira