Getur ekki gengið að ráðherrastólnum vísum eftir fæðingarorlof Helga Arnardóttir skrifar 11. apríl 2011 19:12 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra getur ekki gengið að ráðherrastólnum sem vísum eftir fæðingarorlof, samkvæmt lögfræðiáliti sem hún lét gera fyrir sig. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn þingflokksformaður VG um helgina en Guðfríður Lilja hefur verið í fæðingarorlofi síðustu mánuði. Það kom henni því í opna skjöldu að hún skyldi ekki getað gengið í starf sitt sem þingflokksformaður að fæðingarorlofi loknu. „Þetta er niðurstaða meirihluta þingflokksins, að við sem höfum verið í stjórn það sem af er þessu þingi, kláruðum það og síðan fer fram kosning aftur þegar þessu þingi lýkur," segir Árni Þór. Jafnréttistofa telur jafnréttislög ekki hafa verið brotin en málið sé hins vegar á gráu svæði. Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra segir sorglegt að hún hafi misst embættið. „Almenna reglan er sú að þegar kona eða karl eftir atvikum fer í fæðingarorlof, þá gengur hann að sínu starfi eða embætti eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þessi grundvallarregla var ekki virt í okkar þingflokki og mér þykir það mjög miður," segir Ögmundur og í sama streng tekur Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem þó kaus Árna Þór í embætti nýs þingflokksformanns lét gera fyrir sig lögfræðiálit um hvort hún gæti gengið að ráðherrastólnum sem vísum eftir fæðingarorlof. Samkvæmt álitinu er það í anda jafnréttislaganna að hún haldi ráðherraembætti eftir fæðingarorlof en hún hefur þó ekki ótvíræðan rétt til þess. „Ég veit að lagalega séð get ég það ekki, og veit í sjálfu sér ekki meira um það. Um okkur gilda aðrar reglur en þá sem eru með hefðbundinn ráðningarsamning við sinn vinnuveitanda, erfitt að ganga að sínu starfi vísu ef flokksfélagar taka aðrar ákvarðanir," segir Katrín. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra getur ekki gengið að ráðherrastólnum sem vísum eftir fæðingarorlof, samkvæmt lögfræðiáliti sem hún lét gera fyrir sig. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn þingflokksformaður VG um helgina en Guðfríður Lilja hefur verið í fæðingarorlofi síðustu mánuði. Það kom henni því í opna skjöldu að hún skyldi ekki getað gengið í starf sitt sem þingflokksformaður að fæðingarorlofi loknu. „Þetta er niðurstaða meirihluta þingflokksins, að við sem höfum verið í stjórn það sem af er þessu þingi, kláruðum það og síðan fer fram kosning aftur þegar þessu þingi lýkur," segir Árni Þór. Jafnréttistofa telur jafnréttislög ekki hafa verið brotin en málið sé hins vegar á gráu svæði. Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra segir sorglegt að hún hafi misst embættið. „Almenna reglan er sú að þegar kona eða karl eftir atvikum fer í fæðingarorlof, þá gengur hann að sínu starfi eða embætti eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þessi grundvallarregla var ekki virt í okkar þingflokki og mér þykir það mjög miður," segir Ögmundur og í sama streng tekur Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem þó kaus Árna Þór í embætti nýs þingflokksformanns lét gera fyrir sig lögfræðiálit um hvort hún gæti gengið að ráðherrastólnum sem vísum eftir fæðingarorlof. Samkvæmt álitinu er það í anda jafnréttislaganna að hún haldi ráðherraembætti eftir fæðingarorlof en hún hefur þó ekki ótvíræðan rétt til þess. „Ég veit að lagalega séð get ég það ekki, og veit í sjálfu sér ekki meira um það. Um okkur gilda aðrar reglur en þá sem eru með hefðbundinn ráðningarsamning við sinn vinnuveitanda, erfitt að ganga að sínu starfi vísu ef flokksfélagar taka aðrar ákvarðanir," segir Katrín.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira