Talaði um nýja stjórnarskrá í jarðarför Sævars Erla Hlynsdóttir skrifar 3. ágúst 2011 11:16 Séra Örn Bárður sá um útför Sævars Cieselski Mynd GVA „Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því.Skoraði á kirkjugesti að kynna sér frumvarpið „Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. „Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá.Kistulagður sama dag og frumvarpið var afhent Alþingi „Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. „Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. „Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
„Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því.Skoraði á kirkjugesti að kynna sér frumvarpið „Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. „Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá.Kistulagður sama dag og frumvarpið var afhent Alþingi „Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. „Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. „Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira