Hröð atburðarás þegar fíklar smitast af HIV 7. september 2011 07:00 Magnús Gottfreðsson Hlutfall HIV-smitaðra sprautufíkla hefur hækkað gífurlega á síðustu árum. Nauðsynlegt er að lágmarka skaðann með vakningu, betra aðgengi að smokkum og hreinum nálum. Þegar fíklar fá fréttir af jákvæðum niðurstöðum búast þeir oft á tíðum við þeim. Fjöldi HIV-smitaðra sprautufíkla hér á landi hefur margfaldast á síðustu árum. Alls hafa 55 fíkniefnaneytendur greinst með veiruna síðan árið 1985. Um 40 fíklar eru skráðir með HIV í gagnagrunni Landspítalans, en hafa ber í huga að þeir eru ekki allir virkir. Margir þeirra eru búnir að ná sér eða eru búsettir erlendis. Alls hefur 271 einstaklingur greinst með sjúkdóminn hér á landi síðan fyrsta tilvikið greindist fyrir 26 árum síðan. Hlutfall sprautufíkla með HIV hér á landi er mun hærra en í nágrannalöndum okkar, þar sem það er oftast undir fimm prósent af sjúklingum. Af þeim 55 sprautufíklum sem greinst hafa hér á landi, hafa 34 greinst á síðustu fjórum árum. 17 einstaklingar hafa greinst með HIV á þessu ári, þar af eru 13 fíkniefnaneytendur. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum, segir atburðarásina sem fari af stað þegar smit kemur upp innan hóps fíkniefnaneytenda vera afar hraða. „Þetta er eitthvað sem er vel þekkt. En eins og tíðnin er orðin hér á landi þá er hún óásættanlega há,“ segir Magnús. „Hún er orðin langt yfir þeim mörkum sem við eigum að sætta okkur við.“ Nauðsynlegt að lágmarka skaðannMagnús segir afar mikilvægt að lágmarka skaðann í samfélaginu og gæta þess að veiran breiðist sem minnst út. HIV sé sjúkdómur sem einskorðast ekki við þann einstakling sem er haldinn honum, heldur er veiran möguleg lýðheilsuvá, líkt og aðrir sjúkdómar sem smitast auðveldlega. Afar mikilvægt er fyrir þá einstaklinga sem hafa smitast að þeir geri sér fyllilega grein fyrir aðstæðum og lifi ábyrgu kynlífi, því HIV er fyrst og fremst skilgreint sem kynsjúkdómur. „Það þarf að lágmarka skaðann eftir fremsta megni. Því er nauðsynlegt að stunda öflugar forvarnir sem koma að þessum málum og bæta aðgengi fólks að smokkum og hreinum nálum,“ segir Magnús. „Það er algjörlega galið að aðgengi að smokkum sé jafn lítið og það er hér á landi og innflutningstollar séu svona háir.“ HIV-smitaðir einstaklingar hafa setið í fangelsum hér á landi, þó er ekki vitað til þess að smit hafi breiðst út meðal fanga. Magnús ítrekar að það sé nauðsynlegt að bæta aðgengi að smokkum og nálum innan veggja fangelsa sem og annars staðar. „Fíkniefnaneysla er staðreynd í fangelsum og af henni getur skapast veruleg hætta. Og fólk hættir ekki að lifa kynlífi þótt það sé í fangelsi.“ Rakning vandasöm meðal fíklaMagnús bendir á að rakning smitleiða HIV geti verið mjög vandasöm þegar fíklar eru annars vegar. Þeir séu oft á tíðum ekki vakandi yfir því með hverjum þeir stundi kynlíf eða deila nálum. Lagaskylda ríki hjá læknum að reyna að rekja smitleiðir með því að fá nöfn rekkjunauta og láta þá viðkomandi vita, sé möguleiki á því. Þó sé algengt að læknar fái einungis uppgefin gælunöfn hjá þeim sem greinst hafa, ef nöfn fást þá á annað borð. „Það þarf að byggja upp varnargarð í heilbrigðiskerfinu þannig að vandamálið breiðist ekki út meira en nú þegar hefur gerst,“ segir hann. Afar kostnaðarsamt fyrir kerfiðTalið er að hver HIV-smitaður einstaklingur kosti heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna að meðaltali. Sé einungis horft á lyfjakostnað fyrir hvern einstakling hér á landi nemur hann að lágmarki á bilinu 150 til 200 þúsund krónum á mánuði, en getur hæglega orðið tvöfalt hærri. Ársmeðferð, með rannsóknarkostnaði getur farið upp í fimm milljónir króna fyrir hvern sjúkling. „Þessar 160 milljónir er viðmiðunartala hér og á Norðurlöndunum. Sumir sjúklingar hafa minni kostnað í för með sér, aðrir meiri. Það fer allt eftir því hversu dýr lyfin eru og hversu lengi þau eru tekin.“ Góðar ævilíkurMiklar framfarir hafa orðið í lyfjagjöf við HIV á síðustu 15 árum. Ef fólk er greint snemma eru ævilíkur þess oft á tíðum afar svipaðar og hjá heilbrigðum einstaklingi. Það fer þó allt eftir því hvort lyfjagjöf gangi vel og einstaklingurinn stundi fulla meðferð. Nokkuð viðtekið er að sjúklingar eigi að hefja lyfjameðferð sem fyrst. Magnús segir góðan árangur hafa hlotist af slíku, en komi miklar aukaverkanir í ljós þurfi hugsanlega að endurskoða lyfjagjöfina. „Ævilíkur eru orðnar mjög góðar. Nýjustu rannsóknir sýna að væntar ævilíkur eru svipaðar og hjá fólki sem ekki er smitað. Lyfin eru orðin það öflug, ef maður hittir á réttu lyfjasamsetninguna, þá er hægt að halda veirunni niðri,“ segir hann. „Það eru fjölmargir einstaklingar hér á landi sem eru með HIV og lifa venjulegu lífi; stunda vinnu af fullum krafti, eru í námi og eiga fjölskyldur. En það er algjört lykilatriði að koma fólki í meðferð sem fyrst.“ Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Sjá meira
Hlutfall HIV-smitaðra sprautufíkla hefur hækkað gífurlega á síðustu árum. Nauðsynlegt er að lágmarka skaðann með vakningu, betra aðgengi að smokkum og hreinum nálum. Þegar fíklar fá fréttir af jákvæðum niðurstöðum búast þeir oft á tíðum við þeim. Fjöldi HIV-smitaðra sprautufíkla hér á landi hefur margfaldast á síðustu árum. Alls hafa 55 fíkniefnaneytendur greinst með veiruna síðan árið 1985. Um 40 fíklar eru skráðir með HIV í gagnagrunni Landspítalans, en hafa ber í huga að þeir eru ekki allir virkir. Margir þeirra eru búnir að ná sér eða eru búsettir erlendis. Alls hefur 271 einstaklingur greinst með sjúkdóminn hér á landi síðan fyrsta tilvikið greindist fyrir 26 árum síðan. Hlutfall sprautufíkla með HIV hér á landi er mun hærra en í nágrannalöndum okkar, þar sem það er oftast undir fimm prósent af sjúklingum. Af þeim 55 sprautufíklum sem greinst hafa hér á landi, hafa 34 greinst á síðustu fjórum árum. 17 einstaklingar hafa greinst með HIV á þessu ári, þar af eru 13 fíkniefnaneytendur. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum, segir atburðarásina sem fari af stað þegar smit kemur upp innan hóps fíkniefnaneytenda vera afar hraða. „Þetta er eitthvað sem er vel þekkt. En eins og tíðnin er orðin hér á landi þá er hún óásættanlega há,“ segir Magnús. „Hún er orðin langt yfir þeim mörkum sem við eigum að sætta okkur við.“ Nauðsynlegt að lágmarka skaðannMagnús segir afar mikilvægt að lágmarka skaðann í samfélaginu og gæta þess að veiran breiðist sem minnst út. HIV sé sjúkdómur sem einskorðast ekki við þann einstakling sem er haldinn honum, heldur er veiran möguleg lýðheilsuvá, líkt og aðrir sjúkdómar sem smitast auðveldlega. Afar mikilvægt er fyrir þá einstaklinga sem hafa smitast að þeir geri sér fyllilega grein fyrir aðstæðum og lifi ábyrgu kynlífi, því HIV er fyrst og fremst skilgreint sem kynsjúkdómur. „Það þarf að lágmarka skaðann eftir fremsta megni. Því er nauðsynlegt að stunda öflugar forvarnir sem koma að þessum málum og bæta aðgengi fólks að smokkum og hreinum nálum,“ segir Magnús. „Það er algjörlega galið að aðgengi að smokkum sé jafn lítið og það er hér á landi og innflutningstollar séu svona háir.“ HIV-smitaðir einstaklingar hafa setið í fangelsum hér á landi, þó er ekki vitað til þess að smit hafi breiðst út meðal fanga. Magnús ítrekar að það sé nauðsynlegt að bæta aðgengi að smokkum og nálum innan veggja fangelsa sem og annars staðar. „Fíkniefnaneysla er staðreynd í fangelsum og af henni getur skapast veruleg hætta. Og fólk hættir ekki að lifa kynlífi þótt það sé í fangelsi.“ Rakning vandasöm meðal fíklaMagnús bendir á að rakning smitleiða HIV geti verið mjög vandasöm þegar fíklar eru annars vegar. Þeir séu oft á tíðum ekki vakandi yfir því með hverjum þeir stundi kynlíf eða deila nálum. Lagaskylda ríki hjá læknum að reyna að rekja smitleiðir með því að fá nöfn rekkjunauta og láta þá viðkomandi vita, sé möguleiki á því. Þó sé algengt að læknar fái einungis uppgefin gælunöfn hjá þeim sem greinst hafa, ef nöfn fást þá á annað borð. „Það þarf að byggja upp varnargarð í heilbrigðiskerfinu þannig að vandamálið breiðist ekki út meira en nú þegar hefur gerst,“ segir hann. Afar kostnaðarsamt fyrir kerfiðTalið er að hver HIV-smitaður einstaklingur kosti heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna að meðaltali. Sé einungis horft á lyfjakostnað fyrir hvern einstakling hér á landi nemur hann að lágmarki á bilinu 150 til 200 þúsund krónum á mánuði, en getur hæglega orðið tvöfalt hærri. Ársmeðferð, með rannsóknarkostnaði getur farið upp í fimm milljónir króna fyrir hvern sjúkling. „Þessar 160 milljónir er viðmiðunartala hér og á Norðurlöndunum. Sumir sjúklingar hafa minni kostnað í för með sér, aðrir meiri. Það fer allt eftir því hversu dýr lyfin eru og hversu lengi þau eru tekin.“ Góðar ævilíkurMiklar framfarir hafa orðið í lyfjagjöf við HIV á síðustu 15 árum. Ef fólk er greint snemma eru ævilíkur þess oft á tíðum afar svipaðar og hjá heilbrigðum einstaklingi. Það fer þó allt eftir því hvort lyfjagjöf gangi vel og einstaklingurinn stundi fulla meðferð. Nokkuð viðtekið er að sjúklingar eigi að hefja lyfjameðferð sem fyrst. Magnús segir góðan árangur hafa hlotist af slíku, en komi miklar aukaverkanir í ljós þurfi hugsanlega að endurskoða lyfjagjöfina. „Ævilíkur eru orðnar mjög góðar. Nýjustu rannsóknir sýna að væntar ævilíkur eru svipaðar og hjá fólki sem ekki er smitað. Lyfin eru orðin það öflug, ef maður hittir á réttu lyfjasamsetninguna, þá er hægt að halda veirunni niðri,“ segir hann. „Það eru fjölmargir einstaklingar hér á landi sem eru með HIV og lifa venjulegu lífi; stunda vinnu af fullum krafti, eru í námi og eiga fjölskyldur. En það er algjört lykilatriði að koma fólki í meðferð sem fyrst.“
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Sjá meira