Sex konur til viðbótar ásaka Ólaf Skúlason 7. september 2011 07:00 Ólafur Skúlason mynd úr safni Að minnsta kosti sex konur til viðbótar segja að Ólafur Skúlason heitinn, fyrrum biskup, hafi brotið gegn sér kynferðislega. Einhverjar af konunum hafa látið fagráð þjóðkirkjunnar vita af málinu. Konurnar höfðu samband við Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttir áður en þjóðkirkjan greiddi út sanngirnisbætur til hennar og tveggja annarra kvenna í júlí síðastliðnum vegna mistaka í meðferð mála þeirra eftir að þær sökuðu biskupinn um kynferðisbrot. Sigrún Pálína segist hafa vitað af sumum konunum í mörg ár. „Ég hef vitað í langan tíma að konurnar eru mun fleiri en við þrjár, það er bara spurning um hvenær þær eru tilbúnar að segja frá,“ segir Sigrún Pálína. „Ég hef stundum verið milliliður á milli kvennanna og fagráðs þjóðkirkjunnar, ef þær treysta sér ekki til þess að leita beint til þeirra.“ Sigrún Pálína hefur hvatt allar konurnar til að leita til fagráðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að minnsta kosti tvær þeirra haft samband við ráðið skriflega, en ekki lagt málin formlega fram. Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðsins, segir ráðið ekki geta tjáð sig um einstök mál sem komi inn á borð til þess. Unnin verði skýrsla í byrjun næsta árs þar sem öll málin verði tekin saman og birt opinberlega. Sigrún Pálína segir sögur kvennanna af biskupnumallar mjög svipaðar. „Þetta er fyrst og fremst þessi trúnaðarbrestur. Hann byggir upp samband og þykist vera sá sem muni veita þeim aðstoð. Svo endar hann með því að kyssa og káfa,“ segir hún. „Hann valdi sér konur sem voru á viðkvæmu stigi í lífi sínu. Þær sem þurftu á aðstoð að halda og þurftu að geta treyst einhverjum. Og hann gerði það undir því yfirskini að vera guðsmaður.“ Engin kvennanna sex lét kirkjuyfirvöld vita af hegðun biskupsins á sínum tíma.sunna@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Að minnsta kosti sex konur til viðbótar segja að Ólafur Skúlason heitinn, fyrrum biskup, hafi brotið gegn sér kynferðislega. Einhverjar af konunum hafa látið fagráð þjóðkirkjunnar vita af málinu. Konurnar höfðu samband við Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttir áður en þjóðkirkjan greiddi út sanngirnisbætur til hennar og tveggja annarra kvenna í júlí síðastliðnum vegna mistaka í meðferð mála þeirra eftir að þær sökuðu biskupinn um kynferðisbrot. Sigrún Pálína segist hafa vitað af sumum konunum í mörg ár. „Ég hef vitað í langan tíma að konurnar eru mun fleiri en við þrjár, það er bara spurning um hvenær þær eru tilbúnar að segja frá,“ segir Sigrún Pálína. „Ég hef stundum verið milliliður á milli kvennanna og fagráðs þjóðkirkjunnar, ef þær treysta sér ekki til þess að leita beint til þeirra.“ Sigrún Pálína hefur hvatt allar konurnar til að leita til fagráðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að minnsta kosti tvær þeirra haft samband við ráðið skriflega, en ekki lagt málin formlega fram. Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðsins, segir ráðið ekki geta tjáð sig um einstök mál sem komi inn á borð til þess. Unnin verði skýrsla í byrjun næsta árs þar sem öll málin verði tekin saman og birt opinberlega. Sigrún Pálína segir sögur kvennanna af biskupnumallar mjög svipaðar. „Þetta er fyrst og fremst þessi trúnaðarbrestur. Hann byggir upp samband og þykist vera sá sem muni veita þeim aðstoð. Svo endar hann með því að kyssa og káfa,“ segir hún. „Hann valdi sér konur sem voru á viðkvæmu stigi í lífi sínu. Þær sem þurftu á aðstoð að halda og þurftu að geta treyst einhverjum. Og hann gerði það undir því yfirskini að vera guðsmaður.“ Engin kvennanna sex lét kirkjuyfirvöld vita af hegðun biskupsins á sínum tíma.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira