Ökuþór á sjötugsaldri slapp með skrekkinn 7. september 2011 05:00 mynd/valli Ökumaðurinn sem slasaðist eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld er 66 ára gamall, fæddur í nóvember árið 1944. Myndband úr leigubíl virðist sýna að hann hafi att kappi við hálfþrítugan ökumann annars bíls á vel rúmlega hundrað kílómetra hraða. Svo virðist sem mennirnir tveir þekkist ekkert. Af myndbandinu má ráða að annar þeirra hafi einfaldlega ekið upp að hinum og í kjölfarið hafi þeir báðir aukið hraðann mjög, og sá yngri elt þann eldri á ofsahraða. Betur fór en á horfðist þegar eldri maðurinn missti stjórn á kraftmiklum Dodge Charger-bíl sínum, hann lenti á ljósastaur og valt nokkur hundruð metra út af veginum við Fífuhvammsveg. Bíllinn var ákaflega illa farinn á eftir og var í fyrstu talið að maðurinn hefði slasast mjög alvarlega. Svo reyndist þó ekki vera. Hundur sem var með honum í bílnum drapst hins vegar. Lögreglumenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu afskaplega óvenjulegt að maður á þessum aldri hegðaði sér með þessum hætti; yfirleitt væru það unglingar og ungmenni sem stæðu fyrir ábyrgðarlausum kappakstri innan um aðra vegfarendur, en ekki ökumenn sem komnir væru að ellimörkum. Heimildir Fréttablaðsins herma raunar að þetta sé ekki í fyrsta sinn á síðustu vikum og mánuðum sem lögregla fær veður af einkennilegu og „gruggugu“ háttalagi mannsins í umferðinni, eins og það er orðað. Yngri maðurinn stakk af af vettvangi en gaf sig fram síðar um kvöldið. Sýni voru tekin úr mönnunum til að kanna hvort þeir hefðu verið allsgáðir undir stýri. Það lá ekki fyrir í gær.stigur@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Ökumaðurinn sem slasaðist eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld er 66 ára gamall, fæddur í nóvember árið 1944. Myndband úr leigubíl virðist sýna að hann hafi att kappi við hálfþrítugan ökumann annars bíls á vel rúmlega hundrað kílómetra hraða. Svo virðist sem mennirnir tveir þekkist ekkert. Af myndbandinu má ráða að annar þeirra hafi einfaldlega ekið upp að hinum og í kjölfarið hafi þeir báðir aukið hraðann mjög, og sá yngri elt þann eldri á ofsahraða. Betur fór en á horfðist þegar eldri maðurinn missti stjórn á kraftmiklum Dodge Charger-bíl sínum, hann lenti á ljósastaur og valt nokkur hundruð metra út af veginum við Fífuhvammsveg. Bíllinn var ákaflega illa farinn á eftir og var í fyrstu talið að maðurinn hefði slasast mjög alvarlega. Svo reyndist þó ekki vera. Hundur sem var með honum í bílnum drapst hins vegar. Lögreglumenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu afskaplega óvenjulegt að maður á þessum aldri hegðaði sér með þessum hætti; yfirleitt væru það unglingar og ungmenni sem stæðu fyrir ábyrgðarlausum kappakstri innan um aðra vegfarendur, en ekki ökumenn sem komnir væru að ellimörkum. Heimildir Fréttablaðsins herma raunar að þetta sé ekki í fyrsta sinn á síðustu vikum og mánuðum sem lögregla fær veður af einkennilegu og „gruggugu“ háttalagi mannsins í umferðinni, eins og það er orðað. Yngri maðurinn stakk af af vettvangi en gaf sig fram síðar um kvöldið. Sýni voru tekin úr mönnunum til að kanna hvort þeir hefðu verið allsgáðir undir stýri. Það lá ekki fyrir í gær.stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira