ESB er enn vandræðamál 7. september 2011 06:00 Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson eru ekki samstíga þegar kemur að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Báðum ber þó að fylgja samþykkt löggjafarsamkundunnar.fréttablaðið/anton Enn einu sinni þurftu stjórnarliðar að svara fyrir málsmeðferð sína varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi í gær. Málið ætlar að reynast stjórninni til ómældra vandræða, enda virðast ekki allir líta svo á að samþykkt Alþingis í málinu hafi úrslitavald. Ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Kastljósi á mánudaginn voru olía á eld ágreiningsins varðandi Evrópusambandið. Þórunn staðhæfði að ríkisstjórnin hefði meðal annars verið mynduð utan um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá skaut hún föstum skotum að Jóni Bjarnasyni fyrir framgöngu hans í málinu. Hún er ekki ein um það. Jón hefur legið undir ámæli fyrir að lúta ekki samþykkt Alþingis frá 16. júlí 2009. Hún er samt býsna skýr og leggur ráðherrum það á herðar að fylgja sjónarmiðum meirihluta utanríkismálanefndar um verklag og meginhagsmuni. Í því áliti segir að endanlegar ákvarðanir í málefnum tengdum aðildarviðræðunum verði í höndum ríkisstjórnarinnar, en ekki einstakra ráðherra. Þá segir: „Jafnframt er ljóst að starfsmenn úr öllum ráðuneytum og sérfræðingar úr mismunandi áttum þurfa að koma að aðildarviðræðunum og eðlilegt að hver fagráðherra og ríkisstjórnin sem heild beri ábyrgð á því hvaða starfsmenn, sérfræðingar og trúnaðarmenn sitja í samninganefnd og teymum er varða ólík efnissvið aðildarviðræðnanna.“ Þó nokkuð hefur borið á gagnrýni á tregðu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í aðildarviðræðunum og formaður samningahóps í landbúnaðarmálum segist ekki hafa umboð ráðherra til að vinna að aðgerðaráætlun í málaflokknum. Sú vinna er á ábyrgð ráðherra, en einnig ríkisstjórnarinnar allrar. Löggjafarvaldið hefur sett skýrar reglur um hvernig staðið skuli að aðildarviðræðunum og því ætti það ekki að vera neinum vafa undirorpið hvernig að þeim skuli staðið. Stjórnarliðar benda því á að þátttaka í viðræðunum eigi ekki að vera túlkunarefni einstakra ráðherra, heldur verði þeir að hlýða löggjafanum. Heimildarmenn Fréttablaðsins í röðum stjórnarflokkanna höfðu ekki áhyggjur af því að ráðherrar væru ekki alltaf samstíga í málinu. Fundað var um málið í utanríkismálanefnd í gær, að beiðni utanríkisráðherra. Þar var farið yfir skýrslu um landbúnaðarmál og byggðaþróun. Upp á Jón Bjarnason stendur að setja vinnu af stað um þau mál, en ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Enn einu sinni þurftu stjórnarliðar að svara fyrir málsmeðferð sína varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi í gær. Málið ætlar að reynast stjórninni til ómældra vandræða, enda virðast ekki allir líta svo á að samþykkt Alþingis í málinu hafi úrslitavald. Ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Kastljósi á mánudaginn voru olía á eld ágreiningsins varðandi Evrópusambandið. Þórunn staðhæfði að ríkisstjórnin hefði meðal annars verið mynduð utan um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá skaut hún föstum skotum að Jóni Bjarnasyni fyrir framgöngu hans í málinu. Hún er ekki ein um það. Jón hefur legið undir ámæli fyrir að lúta ekki samþykkt Alþingis frá 16. júlí 2009. Hún er samt býsna skýr og leggur ráðherrum það á herðar að fylgja sjónarmiðum meirihluta utanríkismálanefndar um verklag og meginhagsmuni. Í því áliti segir að endanlegar ákvarðanir í málefnum tengdum aðildarviðræðunum verði í höndum ríkisstjórnarinnar, en ekki einstakra ráðherra. Þá segir: „Jafnframt er ljóst að starfsmenn úr öllum ráðuneytum og sérfræðingar úr mismunandi áttum þurfa að koma að aðildarviðræðunum og eðlilegt að hver fagráðherra og ríkisstjórnin sem heild beri ábyrgð á því hvaða starfsmenn, sérfræðingar og trúnaðarmenn sitja í samninganefnd og teymum er varða ólík efnissvið aðildarviðræðnanna.“ Þó nokkuð hefur borið á gagnrýni á tregðu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í aðildarviðræðunum og formaður samningahóps í landbúnaðarmálum segist ekki hafa umboð ráðherra til að vinna að aðgerðaráætlun í málaflokknum. Sú vinna er á ábyrgð ráðherra, en einnig ríkisstjórnarinnar allrar. Löggjafarvaldið hefur sett skýrar reglur um hvernig staðið skuli að aðildarviðræðunum og því ætti það ekki að vera neinum vafa undirorpið hvernig að þeim skuli staðið. Stjórnarliðar benda því á að þátttaka í viðræðunum eigi ekki að vera túlkunarefni einstakra ráðherra, heldur verði þeir að hlýða löggjafanum. Heimildarmenn Fréttablaðsins í röðum stjórnarflokkanna höfðu ekki áhyggjur af því að ráðherrar væru ekki alltaf samstíga í málinu. Fundað var um málið í utanríkismálanefnd í gær, að beiðni utanríkisráðherra. Þar var farið yfir skýrslu um landbúnaðarmál og byggðaþróun. Upp á Jón Bjarnason stendur að setja vinnu af stað um þau mál, en ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent