ESB er enn vandræðamál 7. september 2011 06:00 Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson eru ekki samstíga þegar kemur að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Báðum ber þó að fylgja samþykkt löggjafarsamkundunnar.fréttablaðið/anton Enn einu sinni þurftu stjórnarliðar að svara fyrir málsmeðferð sína varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi í gær. Málið ætlar að reynast stjórninni til ómældra vandræða, enda virðast ekki allir líta svo á að samþykkt Alþingis í málinu hafi úrslitavald. Ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Kastljósi á mánudaginn voru olía á eld ágreiningsins varðandi Evrópusambandið. Þórunn staðhæfði að ríkisstjórnin hefði meðal annars verið mynduð utan um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá skaut hún föstum skotum að Jóni Bjarnasyni fyrir framgöngu hans í málinu. Hún er ekki ein um það. Jón hefur legið undir ámæli fyrir að lúta ekki samþykkt Alþingis frá 16. júlí 2009. Hún er samt býsna skýr og leggur ráðherrum það á herðar að fylgja sjónarmiðum meirihluta utanríkismálanefndar um verklag og meginhagsmuni. Í því áliti segir að endanlegar ákvarðanir í málefnum tengdum aðildarviðræðunum verði í höndum ríkisstjórnarinnar, en ekki einstakra ráðherra. Þá segir: „Jafnframt er ljóst að starfsmenn úr öllum ráðuneytum og sérfræðingar úr mismunandi áttum þurfa að koma að aðildarviðræðunum og eðlilegt að hver fagráðherra og ríkisstjórnin sem heild beri ábyrgð á því hvaða starfsmenn, sérfræðingar og trúnaðarmenn sitja í samninganefnd og teymum er varða ólík efnissvið aðildarviðræðnanna.“ Þó nokkuð hefur borið á gagnrýni á tregðu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í aðildarviðræðunum og formaður samningahóps í landbúnaðarmálum segist ekki hafa umboð ráðherra til að vinna að aðgerðaráætlun í málaflokknum. Sú vinna er á ábyrgð ráðherra, en einnig ríkisstjórnarinnar allrar. Löggjafarvaldið hefur sett skýrar reglur um hvernig staðið skuli að aðildarviðræðunum og því ætti það ekki að vera neinum vafa undirorpið hvernig að þeim skuli staðið. Stjórnarliðar benda því á að þátttaka í viðræðunum eigi ekki að vera túlkunarefni einstakra ráðherra, heldur verði þeir að hlýða löggjafanum. Heimildarmenn Fréttablaðsins í röðum stjórnarflokkanna höfðu ekki áhyggjur af því að ráðherrar væru ekki alltaf samstíga í málinu. Fundað var um málið í utanríkismálanefnd í gær, að beiðni utanríkisráðherra. Þar var farið yfir skýrslu um landbúnaðarmál og byggðaþróun. Upp á Jón Bjarnason stendur að setja vinnu af stað um þau mál, en ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Enn einu sinni þurftu stjórnarliðar að svara fyrir málsmeðferð sína varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi í gær. Málið ætlar að reynast stjórninni til ómældra vandræða, enda virðast ekki allir líta svo á að samþykkt Alþingis í málinu hafi úrslitavald. Ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Kastljósi á mánudaginn voru olía á eld ágreiningsins varðandi Evrópusambandið. Þórunn staðhæfði að ríkisstjórnin hefði meðal annars verið mynduð utan um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá skaut hún föstum skotum að Jóni Bjarnasyni fyrir framgöngu hans í málinu. Hún er ekki ein um það. Jón hefur legið undir ámæli fyrir að lúta ekki samþykkt Alþingis frá 16. júlí 2009. Hún er samt býsna skýr og leggur ráðherrum það á herðar að fylgja sjónarmiðum meirihluta utanríkismálanefndar um verklag og meginhagsmuni. Í því áliti segir að endanlegar ákvarðanir í málefnum tengdum aðildarviðræðunum verði í höndum ríkisstjórnarinnar, en ekki einstakra ráðherra. Þá segir: „Jafnframt er ljóst að starfsmenn úr öllum ráðuneytum og sérfræðingar úr mismunandi áttum þurfa að koma að aðildarviðræðunum og eðlilegt að hver fagráðherra og ríkisstjórnin sem heild beri ábyrgð á því hvaða starfsmenn, sérfræðingar og trúnaðarmenn sitja í samninganefnd og teymum er varða ólík efnissvið aðildarviðræðnanna.“ Þó nokkuð hefur borið á gagnrýni á tregðu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í aðildarviðræðunum og formaður samningahóps í landbúnaðarmálum segist ekki hafa umboð ráðherra til að vinna að aðgerðaráætlun í málaflokknum. Sú vinna er á ábyrgð ráðherra, en einnig ríkisstjórnarinnar allrar. Löggjafarvaldið hefur sett skýrar reglur um hvernig staðið skuli að aðildarviðræðunum og því ætti það ekki að vera neinum vafa undirorpið hvernig að þeim skuli staðið. Stjórnarliðar benda því á að þátttaka í viðræðunum eigi ekki að vera túlkunarefni einstakra ráðherra, heldur verði þeir að hlýða löggjafanum. Heimildarmenn Fréttablaðsins í röðum stjórnarflokkanna höfðu ekki áhyggjur af því að ráðherrar væru ekki alltaf samstíga í málinu. Fundað var um málið í utanríkismálanefnd í gær, að beiðni utanríkisráðherra. Þar var farið yfir skýrslu um landbúnaðarmál og byggðaþróun. Upp á Jón Bjarnason stendur að setja vinnu af stað um þau mál, en ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira