Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið Henry Birgir Gunnarsson í Stykkishólmi skrifar 31. mars 2011 20:28 Jovan Zdravevski Mynd/Vilhelm Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51
Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45