Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið Henry Birgir Gunnarsson í Stykkishólmi skrifar 31. mars 2011 20:28 Jovan Zdravevski Mynd/Vilhelm Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51
Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45