Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið Henry Birgir Gunnarsson í Stykkishólmi skrifar 31. mars 2011 20:28 Jovan Zdravevski Mynd/Vilhelm Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51
Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45