Ætlaði að syngja lag í forkeppni Eurovision 18. janúar 2011 19:00 Sigurjón hafði ástríðu fyrir tónlist frá unga aldri Mynd/Hari Sigurjón Brink, tónlistarmaður, sem var bráðkvaddur á heimili sínu í gær ætlaði að syngja sjálfur lag, sem hann samdi við texta eiginkonu sinnar, í forkeppni Eurovision 29. janúar næstkomandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í æviágripi Sigurjóns. Sigurjón Brink hafði ástríðu fyrir tónlist frá unga aldri og síðustu 10 ár ævinnar hafði hann tónlistina að aðalstarfi, segir í tikynningu frá aðstandendum Sigurjóns sem barst Vísi fyrir stundu. Sigurjón stofnaði á unglingsárum hljómsveitina In Bloom sem naut mikilla vinsælda. Meðal þekktra laga In Bloom voru lögin Pictures og Sometimes. Sigurjón var trommari þeirra sveitar og einn helsti lagahöfundur. Röddin fékk þó aðeins að njóta sín í bakröddum. Breiðskífan In Bloom kom út 1994 og fóru þeir félagar á þeim tíma í útrás til Bandaríkjanna og áttu m.a. titillag sjónvarpsmyndarinnar Missing Brendan. Sigurjón var seinna í hljómsveitinni Flavors sem gaf út breiðskífuna Go your own way árið 2004. Sigurjón samdi öll lögin á plötunni og einnig flesta textana. Hann var nú ekki lengur trommari heldur aðalsöngvari hljómsveitarinnar og gítarleikari. Hann gaf út sólóplötuna Sjonni Brink fyrir jólin 2009 sem á eru lög eftir hann sjálfan og Gumma Jóns í Sálinni. Á þeirri plötu er m.a. að finna lögin Brosið þitt lýsir mér leið, Flökkuhjartað og Skuggaspil. Sigurjón hefur undanfarin misseri starfrækt sveitina Rokk ásamt Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikt Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Vigni Snæ Vigfússyni. Með hljómsveitinni Rokk flutti Sigurjón lagið Love is you eftir Pálma Sigurhjartarson sem gefið var út í tilefni 70 ára afmælis John Lennon. Sigurjón hefur tekið þátt í uppsetningum fjölmargra leikverka og tónleika. Af leiksýningum sem Sigurjón tók þátt í má nefna Le Sing á Broadway, Cuckoos Cabaret, Footloose og Woychek í Borgarleikhúsinu. Sigurjón var einn af stofnendum Vesturports og samdi m.a. tónlistina við leikritið Brim sem Vesturport setti upp.Sigurjón Brink tók þátt í forkeppni EurovisonÁrið 2005 setti Sigurjón upp tónleikinn Bítl í Loftkastalanum ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Pálma Sigurhjartasyni. Sigurjón tók þátt í afmælistónleikum Sgt. Peppers Bítlaplötunnar í Háskólabíói, John Lennon tribute tónleikum, Eagles tribute tónleikum og minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmsson. Að undanförnu hefur Sigurjón leikið hlutverk Richie Valens í söngleiknum Buddy Holly og söng þar hið ógleymanlega La Bamba. Lagið Okkar ástarvor, sem Sigurjón flutti ásamt Björgvin Halldórssyni á nýútkominni dúettaplötu Björgvins, hefur notið mikilla vinsælda á öldum ljósvakans. Enn fremur hefur Sigurjón starfað sem dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni ásamt því að semja lög fyrir aðra tónlistamenn. Sigurjón hefur tekið þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þrívegis, fyrst árið 2005 með lagið Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og árið eftir með lagið Áfram sem hann samdi ásamt Bryndísi Sunnu. Þá árið 2010 með lagið Waterslide sem hann samdi sjálfur. Sjonni átti að keppa í forkeppni Eurovision 29. jan. með lagið Aftur heim, sem hann samdi við texta Þórunnar, eiginkonu sinnar, hann ætlaði að flytja það sjálfur. Eiginkona Sigurjóns er leikkonan Þórunn Erna Clausen og á hann 4 börn, Aron Brink 15 ára, Kristínu Maríu Brink 10 ára, Hauk Örn Brink 5 ára og Róbert Hrafn Brink 2 ára. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Sigurjón Brink, tónlistarmaður, sem var bráðkvaddur á heimili sínu í gær ætlaði að syngja sjálfur lag, sem hann samdi við texta eiginkonu sinnar, í forkeppni Eurovision 29. janúar næstkomandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í æviágripi Sigurjóns. Sigurjón Brink hafði ástríðu fyrir tónlist frá unga aldri og síðustu 10 ár ævinnar hafði hann tónlistina að aðalstarfi, segir í tikynningu frá aðstandendum Sigurjóns sem barst Vísi fyrir stundu. Sigurjón stofnaði á unglingsárum hljómsveitina In Bloom sem naut mikilla vinsælda. Meðal þekktra laga In Bloom voru lögin Pictures og Sometimes. Sigurjón var trommari þeirra sveitar og einn helsti lagahöfundur. Röddin fékk þó aðeins að njóta sín í bakröddum. Breiðskífan In Bloom kom út 1994 og fóru þeir félagar á þeim tíma í útrás til Bandaríkjanna og áttu m.a. titillag sjónvarpsmyndarinnar Missing Brendan. Sigurjón var seinna í hljómsveitinni Flavors sem gaf út breiðskífuna Go your own way árið 2004. Sigurjón samdi öll lögin á plötunni og einnig flesta textana. Hann var nú ekki lengur trommari heldur aðalsöngvari hljómsveitarinnar og gítarleikari. Hann gaf út sólóplötuna Sjonni Brink fyrir jólin 2009 sem á eru lög eftir hann sjálfan og Gumma Jóns í Sálinni. Á þeirri plötu er m.a. að finna lögin Brosið þitt lýsir mér leið, Flökkuhjartað og Skuggaspil. Sigurjón hefur undanfarin misseri starfrækt sveitina Rokk ásamt Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikt Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Vigni Snæ Vigfússyni. Með hljómsveitinni Rokk flutti Sigurjón lagið Love is you eftir Pálma Sigurhjartarson sem gefið var út í tilefni 70 ára afmælis John Lennon. Sigurjón hefur tekið þátt í uppsetningum fjölmargra leikverka og tónleika. Af leiksýningum sem Sigurjón tók þátt í má nefna Le Sing á Broadway, Cuckoos Cabaret, Footloose og Woychek í Borgarleikhúsinu. Sigurjón var einn af stofnendum Vesturports og samdi m.a. tónlistina við leikritið Brim sem Vesturport setti upp.Sigurjón Brink tók þátt í forkeppni EurovisonÁrið 2005 setti Sigurjón upp tónleikinn Bítl í Loftkastalanum ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Pálma Sigurhjartasyni. Sigurjón tók þátt í afmælistónleikum Sgt. Peppers Bítlaplötunnar í Háskólabíói, John Lennon tribute tónleikum, Eagles tribute tónleikum og minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmsson. Að undanförnu hefur Sigurjón leikið hlutverk Richie Valens í söngleiknum Buddy Holly og söng þar hið ógleymanlega La Bamba. Lagið Okkar ástarvor, sem Sigurjón flutti ásamt Björgvin Halldórssyni á nýútkominni dúettaplötu Björgvins, hefur notið mikilla vinsælda á öldum ljósvakans. Enn fremur hefur Sigurjón starfað sem dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni ásamt því að semja lög fyrir aðra tónlistamenn. Sigurjón hefur tekið þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þrívegis, fyrst árið 2005 með lagið Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og árið eftir með lagið Áfram sem hann samdi ásamt Bryndísi Sunnu. Þá árið 2010 með lagið Waterslide sem hann samdi sjálfur. Sjonni átti að keppa í forkeppni Eurovision 29. jan. með lagið Aftur heim, sem hann samdi við texta Þórunnar, eiginkonu sinnar, hann ætlaði að flytja það sjálfur. Eiginkona Sigurjóns er leikkonan Þórunn Erna Clausen og á hann 4 börn, Aron Brink 15 ára, Kristínu Maríu Brink 10 ára, Hauk Örn Brink 5 ára og Róbert Hrafn Brink 2 ára.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira