Jóhanna: Ríkisstjórnin einhuga um friðlýsingu Gjástykkis 12. janúar 2011 17:16 Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir ríkisstjórnina einhuga þegar kemur að friðlýsingu Gjástykkis. Mynd/Anton Brink „Ríkisstjórnin er einhuga í því að vinna að friðlýsingu Gjástykkis í samræmi við samþykkt hennar þar um, snemma á síðasta ári," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Orkustofnun veitti í fyrradag Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. Jóhanna segir á samskiptavefnum Facebook að leyfi Orkustofnunar hafi engin áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Nýsamþykkt leyfi Orkustofnunar til rannsókna á svæðinu mun í engu breyta þeim áformum ríkisstjórnarinnar og áfram verður unnið að friðlýsingunni í samvinnu við heimamenn og hagsmunaaðila," segir Jóhanna. Gjástykki er eitt af fjórum háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum sem verið hafa til skoðunar vegna orkuöflunar fyrir stóriðju í héraðinu en hin eru Þeistareykir, Krafla og Bjarnarflag. Landsvirkjun hugðist hefja boranir í Gjástykki í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi Orkustofnunar en líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur fyrirækið nú ákveðið að halda að sér höndum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði það yfirlýsta stefnu fyrirtækisins að vinna í sátt við stjórnvöld. Á meðan verði ekki lagt út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu. Tengdar fréttir Íslandshreyfingin mótmælir harðlega tilraunaborunum Stjórn Íslandshreyfingarinnar mótmælir harðlega áformum um að fara með bora og stórvirk tæki inn í Gjástykki og eyða mörg hundruðum milljóna króna í tilraunaboranir þar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum í ályktun sem þeim sendu á fjölmiðla í nafni Íslandshreyfingarinnar. 11. janúar 2011 16:11 Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum. 11. janúar 2011 18:36 Segir tilgang friðlýsingar Gjástykkis að draga úr líkum á álveri Oddviti sjálfstæðismanna í Norðurþingi segir tilgang ríkisstjórnarinnar með friðlýsingu Gjástykkis að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Hann segir eðlilegt að sveitarfélögin taki við rannsóknarleyfinu af Landsvirkjun og láti hefja boranir strax í sumar. 12. janúar 2011 11:26 Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48 Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 15:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
„Ríkisstjórnin er einhuga í því að vinna að friðlýsingu Gjástykkis í samræmi við samþykkt hennar þar um, snemma á síðasta ári," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Orkustofnun veitti í fyrradag Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. Jóhanna segir á samskiptavefnum Facebook að leyfi Orkustofnunar hafi engin áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Nýsamþykkt leyfi Orkustofnunar til rannsókna á svæðinu mun í engu breyta þeim áformum ríkisstjórnarinnar og áfram verður unnið að friðlýsingunni í samvinnu við heimamenn og hagsmunaaðila," segir Jóhanna. Gjástykki er eitt af fjórum háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum sem verið hafa til skoðunar vegna orkuöflunar fyrir stóriðju í héraðinu en hin eru Þeistareykir, Krafla og Bjarnarflag. Landsvirkjun hugðist hefja boranir í Gjástykki í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi Orkustofnunar en líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur fyrirækið nú ákveðið að halda að sér höndum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði það yfirlýsta stefnu fyrirtækisins að vinna í sátt við stjórnvöld. Á meðan verði ekki lagt út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu.
Tengdar fréttir Íslandshreyfingin mótmælir harðlega tilraunaborunum Stjórn Íslandshreyfingarinnar mótmælir harðlega áformum um að fara með bora og stórvirk tæki inn í Gjástykki og eyða mörg hundruðum milljóna króna í tilraunaboranir þar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum í ályktun sem þeim sendu á fjölmiðla í nafni Íslandshreyfingarinnar. 11. janúar 2011 16:11 Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum. 11. janúar 2011 18:36 Segir tilgang friðlýsingar Gjástykkis að draga úr líkum á álveri Oddviti sjálfstæðismanna í Norðurþingi segir tilgang ríkisstjórnarinnar með friðlýsingu Gjástykkis að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Hann segir eðlilegt að sveitarfélögin taki við rannsóknarleyfinu af Landsvirkjun og láti hefja boranir strax í sumar. 12. janúar 2011 11:26 Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48 Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 15:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Íslandshreyfingin mótmælir harðlega tilraunaborunum Stjórn Íslandshreyfingarinnar mótmælir harðlega áformum um að fara með bora og stórvirk tæki inn í Gjástykki og eyða mörg hundruðum milljóna króna í tilraunaboranir þar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum í ályktun sem þeim sendu á fjölmiðla í nafni Íslandshreyfingarinnar. 11. janúar 2011 16:11
Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum. 11. janúar 2011 18:36
Segir tilgang friðlýsingar Gjástykkis að draga úr líkum á álveri Oddviti sjálfstæðismanna í Norðurþingi segir tilgang ríkisstjórnarinnar með friðlýsingu Gjástykkis að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Hann segir eðlilegt að sveitarfélögin taki við rannsóknarleyfinu af Landsvirkjun og láti hefja boranir strax í sumar. 12. janúar 2011 11:26
Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48
Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 15:19